is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41878

Titill: 
  • Innleiðing sjálfvirkni í viðskiptaferlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að veita innsýn í greiningu ferla og innleiðingu stafræns vinnuafls hjá íslensku fyrirtæki. Ritgerðin á að geta nýst sem handbók eða leiðarvísir fyrir önnur sambærileg verkefni. Ítarlega er fjallað um innleiðingu sjálfvirknilausnar fyrir ákveðið viðskiptaferli sem snýr að meðhöndlun reikninga. Farið er í gegnum öll þau skref sem þarf að taka við undirbúning, útfærslu og eftirfylgni slíks verkefnis. Tækifærisgreining er síðan gerð á verkefninu þar sem niðurstöður þess eru nýttar til að afstilla greiningartól fyrir aðra ferla sem mögulega er hægt að sjálfvirknivæða.
    Samkvæmt niðurstöðum skilar sjálfvirknilausnin margvíslegum ávinningi, bæði beinum og óbeinum. Fjárhagslega dregur lausnin verulega úr launakostnaði við viðskiptaferlið strax frá innleiðingu og núllar út fjárfestinguna á rúmu ári. Auk þess sýna niðurstöður fram á aukna starfsánægju og bætta skilvirkni ferlisins. Innleiðing lausnarinnar er hugsuð sem upphaf að mun stærra verkefni, sem felst í að sjálfvirknivæða alla slíka ferla innan fyrirtækisins. Þetta fyrsta verkefni er því nýtt til að útbúa greiningartól og aðferðafræði fyrir áframhaldandi sjálfvirknivæðingu. Víðtæk ferlagreining er sett af stað sem varpar snemma ljósi á fjölmarga hentuga ferla til að sjálfvirknivæða. Verkefnin framundan eru því ótal mörg og mun reynslan, þekkingin og grunnurinn sem skapaðist við fyrstu innleiðinguna vafalaust nýtast í þeirri vegferð.

Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innleiding_sjalfvirkni_lokaskyrsla.pdf968.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna