is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41886

Titill: 
 • Samanburður á VO2 max, hámarks mjólkursýru uppsöfnun í líkamanum og endurheimt hennar -hjá Crossfitturum, hlaupurum og fótbolta iðkendum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að (i) bera saman karlkyns og kvenkyns hlaupara í VO2 max og mjólkursýru, (ii) bera saman kvenkyns hlaupara, crossfitara og fótbolta iðkendur.
  Aðferð: Alls framkvæmdu 68 þátttakendur VO2 max og mjólkursýru mælingar. Þátttakendur skiptust í: 30 karlkyns hlauparar, 17 kvenkyns hlauparar, níu kvenkyns Crossfittarar og 12 kvenkyns fótbolta iðkendur. Niðurstöður voru greindar eftir (i) kyni fyrir hlaupara og (ii) eftir íþróttahópum fyrir konur.
  Niðurstöður: Kvenkyns fótbolta iðkendur voru marktækilega yngri en aðrir kvennkyns íþróttahópar (p<0,05). Karlkyns hlauparar voru marktækt hærri og þyngri þegar borið var saman við kvenkyns hlaupara (p<0,05). Kvenkyns fótbolta iðkendur voru með marktækt hærri mjólkursýru samanborið við kvenkyns Crossfittara (p<0,05). Karlkyns hlauparar voru með marktækt hærri VO2 max en kvenkyns hlaupara (p<0,05). Kvenkyns fótbolta iðkendur og kvenkyns hlauparar höfðu marktækt hærra VO2 max en kvenkyns Crossfittarar (p<0,05), einnig voru kvennkyns fótbolta iðkendur marktækt hærri í VO2 max samanborið við kvenkyns hlaupara (p<0,05).
  Ályktanir: Álykta má að kvenkyns fótbolta iðkendur hafa hæstu VO2 max gildi og hröðustu endurheimt á mjólkursýru í háákefðar þolprófi meðal prófaðra hópa. Einnig er hægt að áætla að kvenkyns fótolta iðkendur hafa besta loftháða þolið ,miðað við hópa sem voru prófaðir.

Samþykkt: 
 • 14.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil - BS.c.pdf343.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna