is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4189

Titill: 
 • Lausn úr embætti og starfslok samkvæmt lögum nr. 70/1996
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er leitast við að greina og skýra með hvaða hætti málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins reisa skorður við því hvernig stjórnvöld á vegum íslenska ríkisins beita heimildum laga nr. 70/1996 og almenns vinnuréttar við starfslok ríkisstarfsmanns. Hin fræðilega greining byggir mjög á dómaframkvæmd og álitum umboðsmanns Alþingis. Til grundvallar ritgerðinni liggur meðal annars yfirferð allra Hæstaréttardóma og álita umboðsmanns Alþingis, sem snerta efnið, allt frá gildistöku starfsmannalaga til 1. desember 2009. Þá er, eftir því sem við á, stuðst við álitsgerðir nefndar skv. 27. gr. laga nr. 70/1996 frá sama tímabili. Ennfremur er litið til réttarframkvæmdar í Danmörku að því leyti sem hliðstæður í löggjöf gefa efni til.
  Markmið ritgerðarinnar er að glöggva skilning á réttarreglum um starfslok ríkisstarfsmanna, þar með talið að leiða í ljós atriði þar sem vafi kann að leika á um túlkun.
  Meginkaflar hennar bera eftirfarandi heiti: Persónulegar aðstæður/atvik, tímamörk og reynslutími, breytt skipulag og starfstími, brot á starfsskyldum, refsiverð háttsemi og að lokum starfslokasamningar.
  Í lokaorðum eru tiltekin fáein álitamál sem höfundur telur að ekki hafi verið mikill gaumur gefinn til þessa en verðskuldi nánari rýni og geti eftir atvikum verið réttmætt tilefni til endurskoðunar á löggjöf. Þau eru:
  1) Svigrúm stjórnvalds til þess að framlengja ekki skipun embættismanns gagnvart réttmætum væntingum hans þar um.
  2) Heimild stjórnvalds til þess að gera tímabundinn ráðningarsamning við starfsmann sem þegar hefur gegnt störfum samfellt í tvö ár hjá því sama stjórnvaldi á grundvelli tímabundinna samninga.
  3) Andmælaréttur almenns ríkisstarfsmanns gagnvart uppsögn sem kemur til vegna hagræðingar í rekstri en á óbeint, vegna samanburðar við kollegana, rætur að rekja til persónulegra atriða eða jafnvel ávirðinga í starfi viðkomandi.
  4) Skilyrði þess að stjórnvaldi sé heimilt að gera samning um starfslok ríkisstarfsmanns í stað þess að taka stjórnvaldsákvörðun um þau.

Samþykkt: 
 • 6.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MApd_fixed.pdf943.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna