Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41901
Ritgerð þessi er unnin til B.Ed.–prófs í kennarafræðum annars vegar á leikskólakjörsviði og hins vegar á grunnskólakjörsviði við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er íslenska sem annað mál og erlendir nemendur í íslensku skólakerfi. Staðan á Íslandi er sú að innflytjendur og flóttamenn eru sífellt að verða stærra hlutfall af þjóðinni; þeir töldu 63.243 manns þann 1. janúar 2021. Markmiðið okkar með ritgerðinni er að kanna efni sem til er um erlenda nemendur, stöðu Akureyrarbæjar í þeim málefnum ásamt því að kanna hvernig þrír skólar í sveitarfélaginu taka á móti erlendum nemendum og hvort móttökuáætlun sé fylgt. Í ritgerðinni eru helstu hugtök skilgreind og hvernig hátta megi kennslu í íslensku sem öðru máli, fjölmenning er kynnt ásamt fjölmenningarlegu samfélagi og fjölmenningarlegri menntun. Eftir vinnslu ritgerðinnar sjáum við að Ísland er komið langt á leið með móttöku innflytjenda og flóttamanna en þó er margt sem enn á eftir að bæta.
This thesis is the final assignment for a B.Ed.-degree within the Faculty of Education, specializing in kindergarten electives on the one hand and primary school electives on the other hand. The subject of this thesis is Icelandic as a second language and foreign students in the Icelandic school system. Immigrants and refugees are becoming an increasingly bigger proportion of the nation; they numbered 63.243 people on January 1, 2021. Our aim with the thesis is to examine the material available to foreign students, the situation in Akureyri, in regard to these matters, as well as examining how three schools in the municipality welcome foreign students and whether they follow any reception plan. The thesis defines the main concepts and discusses how teaching in Icelandic as a second language can be conducted as well as introducing multiculturalism, multicultural societies, and multicultural education. We see that Iceland has come a long way when it comes to the reception of immigrant and refugees, but there is still much to be done.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed._ritgerð_-_Íslenska_sem_annað_mál_-_Harpa_og_Kamila.pdf | 730.79 kB | Lokaður til...02.06.2030 | Efnisyfirlit |