is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41910

Titill: 
  • Kennsluaðferðir í íslenskukennslu : fjölbreytileiki í íslenskukennslu
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aðalnámskrá grunnskóla fjallar um markmið og hæfniviðmið um íslensku og íslenskukennslu en jafnframt er tekið fram að kennsla eigi að fara fram með fjölbreyttum hætti. Hér eru skoðaðir áhersluþættir íslenskuhluta aðalnámskrár ásamt því að fara yfir áskoranir sem íslenskukennsla og íslenskt tungumál þurfa að takast á við. Fjallað verður sérstaklega um sex grunnþætti náms og fjórar stoðir sem íslenskukennsla í aðalnámskrá grunnskóla hvílir á. Síðan verður skoðað hvaða kennsluaðferðir eru notaðar í íslenskukennslu. Til þess að finna hvaða kennsluaðferðir voru notaðar voru skoðaðar þrjár rannsóknir sem beindust að því að rannsaka kennsluhætti í íslenskum skólum. Litið var til hluta þessara rannsókna sem fjalla um grunnskólann og sagt frá kennsluaðferðum sem þar eru notaðar. Í íslenskukennslu kom fram að notast var við algengar kennsluaðferðir en uppi eru vísbendingar um að það skorti fjölbreytni í að beita fleiri kennsluaðferðum sem styrkir fjölbreytt nám, en það fer gegn því sem aðalnámskrá grunnskóla leggur áherslu á en þar er tekið fram að notast eigi við fjölbreyttar námsaðferðir. Markmið þessarar ritgerðar er ekki greina mögulegar ástæður fyrir einsleitnum kennsluaðferðum við íslenskukennslu heldur er meginviðfangsefni ritgerðarinnar að greina frá og sjá tækifæri til þess að notast megi við fjölbreytnari kennsluaðferðir. Þar kemur inn umfjöllun um útikennslu en í þessari ritgerð er bent á möguleika þess að notast megi við útikennslu í íslenskukennslu. Byrjað er á fræðilegri umfjöllun um útikennslu og síðan bent á hvernig útikennsla og íslenskukennsla tengjast. Þar er sagt frá kostum þess að beita útikennslu sem kennsluaðferð og sagt er frá því hvernig útikennsla og íslenskukennsla geta unnið saman. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er því að segja frá tækifærum og kostum þess að notast við fjölbreyttar kennsluaðferðir til þess að ná fjölbreytilegum markmiðum í íslenskukennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The national curriculum guide for compulsory school deals with goals and learning standards for the Icelandic language and Icelandic teaching. It also says that teaching should be taught in a variety of ways. Here, the emphasis of the Icelandic part of the national curriculum guide is examined with regard to what teaching methods are used in teaching Icelandic. It is also stated how extensive Icelandic and Icelandic teaching is in accordance with the national curriculum guide. The main teaching methods are examined and discussed. Three studies were examined which focused on examining teaching methods in Icelandic schools. Here the results regarding primary schools are scrutinized and teaching methods were described. In those studies teachers were not using a great deal of variance of teaching methods but they only used a few teaching methods. This goes against what the national curriculum guide for compulsory school’s states, i.e. that a variety of learning methods should be used. No conclusion will be regarding the reasons for using few or always the same teaching methods in Icelandic language teaching, but the aim in this essay is to point out and discuss other teaching methods that can be used. A brief explanation will be made on the most common teaching methods as well as discussing how outdoor teaching can be used for teaching Icelandic language. The main goal of this essay is to discuss how many opportunities there are for using alternative teaching methods and use diverse methods to achieve diverse goals in Icelandic language teaching

Samþykkt: 
  • 14.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennsluaðferðir í íslenskukennslu PDF. Skemman.pdf357.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna