is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41919

Titill: 
  • Hvað hefur verið gert til að bæta líðan hinsegin unglinga í skólum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að líðan hinsegin unglinga er ekki nógu góð í íslenskum skólum. Nemendurnir verða fyrir áreiti í skólaumhverfinu hvort sem það er skaðleg orðræða eða líkamlegt ofbeldi. Skólafælni og brottfall úr skólum er algengara hjá hinsegin nemendum en öðrum. Því er mikilvægt að kanna hvað hafi verið gert til að bæta líðan hinsegin nemenda í íslenskum skólum. Tekin voru viðtöl við einstaklinga sem starfa við fræðslu og stuðning við hinsegin nemendur. Almennt má segja að mikið hafi breyst til batnaðar í málefnum hinsegin unglinga í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana en þó vantar meiri stuðning og skilning í skólakerfið. Skortur er á sérhæfðum úrræðum í allflestum skólum landsins. Ísland hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum á síðustu áratugum og ekki síst í málefnum hinsegin fólks. Við getum gert betur í skólakerfinu með því að virkja þá sem koma að því að móta námsumhverfið, ekki síst mennta- og barnamálaráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra.

  • Útdráttur er á ensku

    Research shows that the well-being of queer teenagers is not good enough in Icelandic schools. Students are harassed in the school environment, whether it is with harmful rhetoric or physical violence. School anxiety and dropping out of school are more common among queer students than others. This is why it is important to examine what has been done to improve the well-being of queer students in Icelandic schools. Interviews were conducted with individuals who work in education and support for queer students. In general, it can be said that much has changed for the better in the affairs of queer teenagers in society, which is reflected in the schools, but there is still a lack of support and understanding in the school system. Most schools lack means and resources responding to special needs. For decades, Iceland has been in the forefront promoting gender equality, including diversity. At school, there’s room for improvement supporting queer students by mobilizing those responsible for shaping the education system, not least the Ministry of Education and Children and its institutions.

Samþykkt: 
  • 14.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Davíð Samúelsson 1.6.2022 M.ed ritgerð.pdf659.99 kBOpinnPDFSkoða/Opna