is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4192

Titill: 
 • Fræðilegt yfirlit yfir kenningar um úthýsingu hugbúnaðarþróunar og þróun þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hinn fræðilegi bakgrunnur úthýsingar liggur aðallega í tveimur kenningum. Annars vegar kenningunni um viðskiptakostnað (e. transaction cost theory) og hins vegar kenningunni um aðfangamiðaða sýn á fyrirtækið (e. resource based view of the firm). Kenningin um umboðsmannsvandann (e. agency theory) hefur einnig verið nefnd til sögunnar í þessu tilliti. Fræðimenn hafa gjarnan lagt þessar kenningar til grundvallar í sínum rannsóknum og gera enn. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á úthýsingu fyrirtækja á ýmsri starfsemi þar á meðal upplýsingartæknilegum þáttum eins og hugbúnaðarþróun. Þessar rannsóknir hafa að stærstum hluta verið gerðar á tímabilinu frá árinu 1988 til dagsins í dag. Stór hluti þessara rannsókna og umfjöllunar í fræðiritum fjallar um þá hvata sem liggja til grundvallar ákvörðunar um úthýsingu hugbúnaðarþróunar, áhættuna sem fylgir henni og hvaða leiðir megi fara til að draga úr þessari áhættu.
  Markmið: Markmiðið með greiningu á fræðigreinum um úthýsingu hugbúnaðarþróunar var annars vegar að setja saman fræðilegt yfirlit yfir þær kenningar sem fram hafa verðið settar á sviði úthýsingar hugbúnaðarþróunar og hins vegar að greina hvort ákveðin þróun sé sýnileg í kenningasmíð og umfjöllun á þessu sviði. Til viðbótar þessu var það markmið haft í huga að þetta yfirlit gæti orðið grunnur rannsókna á þessu tiltekna sviði hér á landi.
  Niðurstöður: Umfjöllun um og rannsóknir á úthýsingu hugbúnaðarþróunar hefur þróast í þá átt að vaxandi athygli er nú beint að hinum stefnumiðuðu þáttum í rekstri þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga og hvernig úthýsingin styðji við þá þætti. Fræðimenn hafa því í auknum mæli tilhneigingu til að líta svo á að ákvörðun um úthýsingu upplýsingatæknilegra þátta eins og hugbúnaðar¬þróunar skuli vera stefnumiðuð fremur en viðbrögð við tiltekinni stöðu.
  Lykilhugtök: Úthýsing, hugbúnaðarþróun, upplýsingatækni, viðskiptakostnaðarhugtakið, aðfangamiðuð sýn á fyrirtækið, áhætta, hvatar til úthýsingar.

Samþykkt: 
 • 6.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnarsson_fixed.pdf469.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna