Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41921
Í þessu verkefni er sagt frá rannsókn þar sem notkun upplýsingatækni í enskukennslu á unglingastigi var skoðuð. Markmið rannsóknarinnar var þríþætt, að kanna hvort notkun upplýsingatækni gæti virkjað nemendur í frásögn, ritun og samskiptum í ensku, hvort nota mætti upplýsingatækni til þess að glæða áhugahvöt og sköpunarkraft nemenda og að lokum hvort rannsakandi gæti eflt sig sem enskukennara með verkfærum upplýsingatækni. Nemendum var kennt á tvö forrit sem notuð voru til þess að vinna að viðfangsefnum rannsóknarinnar.
Við rannsóknina var notuð aðferðafræði starfendarannsókna en með þeirri aðferð getur rannsakandi skoðað eigið starf með það að markmiði að auka skilning á því og bæta starfshætti.
Rannsóknin fór fram á vinnustað rannsakanda frá september 2021 til janúar 2022. Þátttakendur í rannsókninni voru 30 nemendur í 10. bekk auk tveggja kennara. Rannsóknargagna var aflað með dagbókarskrifum, verkefnum nemenda, spurningakönnunum sem lagðar voru fyrir nemendur auk rýnihópaviðtals við nemendur í lok rannsóknar.
Helstu niðurstöður benda til að notkun upplýsingatækni geti aukið áhuga nemenda á náminu og að hún geri nemendum kleift að vera skapandi við vinnu sína. Einnig bendir notkun þessara forrita til jákvæðra áhrifa á ritun, frásögn og samskipti nemenda í ensku. Niðurstöður benda einnig til þess að aukin áhersla á upplýsingatækni og stuðningur frá MSHA hafi eflt hæfni og sjálfstraust rannsakanda í kennslu. Þekkingin sem aflað var í þessari rannsókn mun styðja rannsakanda í áframhaldandi starfsþróun og eflingar í starfi.
This thesis covers a study that examined the application of information technology in English teaching at the lower secondary level. The aim of the study was threefold, to investigate whether the use of information technology could mobilize students in narration, writing and communication in English, whether information technology could be used to stimulate students' motivation and creativity, and finally whether the researcher could strengthen himself as an English teacher with information technology tools. Students were introduced to two different programs that were used to work on the research topics. The research methodology used was action research, but with that method the researcher can examine his/her own work with the aim of increasing understanding of it and improving working methods. The study took place at the researcher's workplace from September 2021 to January 2022. The participants in the study were 30 students in the 10th grade as well as two teachers. Research data were collected through diary entries, student assignments, questionnaires given to students as well as a focus group interview with students at the end of the study. The main results indicate that the use of information technology can increase students' interest in their studies and that it enables students to be creative in their work. The use of these applications also indicates a positive effect on students' writing, narration and communication in English. The results also indicate that the increased emphasis on information technology iv and support from MSHA has strengthened the researcher's competence and self-confidence in teaching. The knowledge gained in this study will support the researcher in further career development and empowerment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Það er nánast allt mögulegt með þessum tölvum“.pdf | 1,57 MB | Opinn | Skoða/Opna |