is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41926

Titill: 
 • Mat á skólastarfi : innra mat leikskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um mat á skólastarfi með áherslu á innra mat leikskóla en ákvæði er í lögum um að skólum beri að framkvæma innra mat á starfsemi sinni. Í ritgerðinni eru fræðilegar skilgreiningar á hugtakinu innra mati lagðar fram í samhengi við íslenskt skólakerfi og forsendur matsins skoðaðar. Einnig eru skoðaðar þær kröfur sem finna má í lögum, reglugerðum og Aðalnámskrá leikskóla og þau siðferðilegu atriði sem þarf að hafa í huga þegar mat í skólastarfi og innra mat er annars vegar. Að lokum er sjónum beint að gildi innra mats fyrir barnið, foreldra, starfsfólk og skólastarfið en heimildarlesturinn leiddi í ljós að innra mat getur skilað mikilvægum ávinningi inn í skólastarfið, til barna, foreldra og starfsfólks ef vel er að því staðið.
  Notast var einna mest við bók Sigurlínu Davíðsdóttir, Mat á skólastarfi: Handbók um matsfræði, handbók Sigríðar Sigurðardóttir, Leiðbeiningar um innra mat leikskóla og bók Fitzpatrick, Sanders og Worthen, Program Evaluation: Alternative Approaches and Practical Guidelines. Fjallað er um innra mat skóla í samhengi við íslenskt skólakerfi og fléttað erlendum fræðum við þar sem viðeigandi var og málinu til rökstuðnings.
  Í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur fram að til þess að starfsfólk skóla geti verið meðvitaðir um eigin starfshætti þarf að meta það sem gert er. Þannig öðlast starfsfólk ekki einungis vitneskju um styrkleika og veikleika skólans, það sem þeir gera vel og það sem má betur fara, heldur geta þeir einnig brugðist við með viðeigandi hætti og gert umbætur. Innra mat gerir þeim kleift að ná utan um þessar upplýsingar með kerfisbundnum hætti. Eins og áður kom fram ber starfsfólki skóla að framkvæma mat á innviðum starfsins lögum samkvæmt en ávinningur af innra mati er einnig eftirsóknarverður ef vel til tekst. Innra mat er að þessu sögðu verkfæri sem skólum ber að nota og felur í sér veigamikinn ávinning fyrir börn, starfsfólk, foreldra og skólastarfið í heild.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis internal evaluation is examined with emphasis on internal evaluation of preschool. Internal evaluation is a provision of law that schools must follow. Theoretical definitions of internal evaluation are presented in the context of the Icelandic school system and the premises of such evaluation are examined. The thesis also examines the requirements that can be found in laws, regulations and the Icelandic national curriculum and the ethical issues that need to be kept in mind when evaluating school work. Finally, the focus is on the value of internal evaluation for the child, the parents, staff and the school but the research led to the conclusion that internal evaluation can bring important benefits to schools, to children, to parents and last but not least to staff if it is done properly.
  The main refrences were Mat á skólastarfi: Handbók um matsfræði (e. Evaluation of school practice: A hand book on theory og evaluation) a book by Sigurlína Davíðsdóttir, a manual by Sigríður Sigurðardóttir called Leiðbeiningar um innra mat leikskóla (e. Instructions for internal evaluation of preschools) and Program Evaluation: Alternative Approaches and Practical Guidelines, a book by Fitzpatrick, Sanders and Worthen. The internal evaluation of schools in the context of the Icelandic school system is discussed and international literature integrated when appropriate and substansive to the case.
  The results of the paper state that in order for school staff to be aware of their own work what is done must be evaluated. In this way they not only become aware of the school‘s strenghts and weaknesses, what they do well and what can be improved, but they can also respond appropriately and make improvements. Internal evaluation enables schools to manage this information in a systematic way. As previously mentioned schools are required to assess the infastructure of the work according to law, but the benefits of the assessment are also desirable if successful. Internal evaluation is, in conclusion, a tool that schools must use and which involves important benefits for children, staff, parents and the school as whole.

Samþykkt: 
 • 14.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BEd_Mat_a_skolastarfi_ASH.pdf591.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna