is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4193

Titill: 
  • Um ábyrgð útgerðarmanns og tengd viðfangsefni á sviði sjóréttar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vegna sérstöðu skipa geta mörg álitaefni risið upp við siglingu þeirra og notkun almennt. Markmiðið með ritgerðinni er að varpa ljósi á þau réttaratriði sem almennt eru talin vera einkennandi fyrir sjórétt. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um ábyrgð útgerðarmanns og tekur umfjöllun flestra kaflanna mið af því sjónarhorni. Önnur atriði sjóréttar sem tengjast ábyrgð útgerðarmanns á einhvern hátt eða þykja af öðrum ástæðum eiga rétt á umfjöllum verða hér einnig gerð skil. Fjallað verður stuttlega um fræðigreinina sjórétt og stöðu hennar í fræðikerfi lögfræðinnar. Einnig verður fjallað um hugtakið skip, skráningu skipa og þjóðerni þeirra. Þá verður vikið að almennri ábyrgð útgerðarmanns og ábyrgð hans á tjóni sem menn á hans ábyrgð hafa valdi samkvæmt 1. mgr. 171. gr. siglingalaga nr. 34/1985 (siglingalög). Vikið verður að reglum sem gilda um takmörkun á ábyrgð útgerðarmanns og annarra tiltekinna aðila í ákvæðum siglingalaganna og miðast umfjöllunin að mestu við allsherjartakmörkun eða almenna takmörkun ábyrgðar. Því næst verður fjallað um ábyrgð útgerðarmanns eftir 172. gr. siglingalaga vegna lífs- eða líkamstjóns þeirra manna sem ráðnir eru í skiprúm hjá honum. Vikið verður að reglum sem gilda um ábyrgð vegna tjóns af árekstri skipa. Í þeirri umfjöllun verður sérstaklega vikið að því hvernig sök er metin í slíkum málum. Tjóni á umhverfi hafsins vegna mengunar frá skipum verður gert að umtalsefni með sérstakri áherslu á tjón sem hlýst af olíumengun. Sérstök umfjöllun verður um bótareglur laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Þá verður stuttlega vikið að ábyrgð samkvæmt ákvæðum laga nr. 33/2004 á skipum sem hafa strandað eða sokkið. Þá verður fjallað um flutning á farþegum og farangri þar sem megináhersla verður lögð á bótaábyrgð farsala. Einnig verður umfjöllun um reglur siglingalaganna sem gilda um sjóveðrétt, skilyrði fyrir því að hann stofnist og hver þýðing hans er. Loks verður vikið að reglum siglingalaga sem gilda um björgun. Að lokum verður stutt umfjöllun úr hverjum kafla og ályktanir loks dregnar af efni umfjöllunarinnar.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Ritgerd_fixed.pdf1.53 MBLokaðurHeildartextiPDF