is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41937

Titill: 
  • Getur þjóðin átt fiskinn í sjónum? : hvaða þýðingu hafa yfirlýsingar í lögum um sameign þjóðar á fiskveiðiauðlindinni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í riterðinni er fjallað í lögfræðilegu og sögulegu samhengi um hugmyndir sem fram hafa komið um að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum. Fyrstu hugmyndir í þá veru komu fram á Alþingi árið 1963 og er ferill þeirra rakinn allt til dagsins í dag. Sérstaklega er fjallað um um aðdraganda þess að lýst var yfir sameign íslensku þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni í 1. gr. laga nr. 38/1990 og tengsl þeirrar yfirlýsingar við tillögur að auðlindaákvæði stjórnarskrár. Þeirri spurningu er velt upp hvort þjóðin sé í lagalegu tilliti bær til að fara með eignarrétt yfir auðlindum landsins og farið er yfir niðurstöður fræðimanna í því efni. Þá er sjónum beint að fyrirvara þeim sem settur var í 3. málsl. 1. gr. laga nr. 38/1990, (nú 116/2006), um að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni. Því er spurt hvaða þýðingu slíkur fyrirvari hefur í lögfræðilegu tilliti og hvort sambærilegur fyrirvari í stjórnarskrá muni tryggja þann rétt þjóðarinnar sem fyrirvaranum og yfirlýsingunni um þjóðareign á auðlindum er ætlað að hafa.

Samþykkt: 
  • 14.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
G. Ómar Pétursson_BA ritgerð í lögfræði 2022.pdf477.1 kBOpinnPDFSkoða/Opna