is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41938

Titill: 
 • Vinnuréttur með áherslu á vinnuslys : er slysahugtakið túlkað of þröngt með tilliti til starfsfólks er lendir í vinnuslysum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Vinnuréttur fjallar um réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði, og er þessi fræðigrein lögfræðinnar í stöðugri þróunn og kemur við sögu fólks á hverjum degi. Réttarstaða starfsmanna hefur tekið stakkaskiptum frá því að þróun vinnuréttar hófst hér á landi um aldamótin 1900, þökk sé verkalýðshreyfingunni og baráttu hennar, og er þá meðal annars að nefna veiknda- og slysarétt starfsmanna. Það er mikilvægt að starfsmenn sem lendi í vinnuslysum fái tjón sitt bætt og þurfi ekki að glíma við fjárhagsáhyggjur ofaná það líkamlega og jafnvel andlega tjón sem fylgir því að lenda í slysi. Starfsmenn sem lenda í slysum á vinnustað sínum eiga í flestum tilfellum rétt á einhverskonar bótum, en það er þó afar mismunandi eftir tilfellum hvaðan bæturnar koma og hversu háar þær eru. Þó getur komið upp sú staða að starfsmaður eigi ekki rétt til slysabóta þrátt fyrir að hafa sannarlega lent í líkamstjóni á vinnustað sínum, og er það þá oftast vegna þess að líkamstjónið fellur ekki undir skilgreininga vátryggingarfélags á hugtakinu „slys“.
  Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka vinnuslys og það hvort réttindi þeirra starfsmanna er lenda í vinnuslysum séu nægilega varin, meðal annar vegna þess hve slysahugtakið er túlkað þröngt af vátryggingarfélögum. Einnig verður það skoðað hvort hægt sé að bæta réttarstöðu þeirra starfsmanna sem sannarlega lenda í slysum í vinnu sinni en fá tjónið ekki bætt, og hvort ástæða sé til að rýmka skilgreiningu vátryggingarfélaga á slysahugtakinu.

 • Útdráttur er á ensku

  Labor law deals with the rights and obligations of employees and employers in the labour market, and this field of law is constantly evolving and comes to the attention of people every day. The legal status of employees has undergone tremendous changes since the development of labor law started in Iceland at the turn of the century 1900, thanks to the trade union movement and its struggle, including the sickness- and accident rights of employees. It is importandt that employees who have an accident at work receive compensation for their damage that comes with having an accident. Employees who have accidents at their workplace are in most case entitled to some form of compensation, but this varies greatly depending on the case where the compensation comes from and how high it is. However, there may be a situation where an employee is not entitled to accident compensation despite having actually suffered bodily injury at his workplace, and this is usually because the bodily injury does not fall within the insurance company‘s defenitions of the therm „accident“. The aim of this dissertation is to investigate accidents at work and whether the rights of employees who have accidents at work are adequately protected, among other things due to the narrow concept of the accident by insurance companies. It will also be axamined whether it is possible to improve the legal position of those employees who do indeed have accidents at work but do not receive compensation for the damage, and whether there is reason to broaden the insurance companies definitions of the concept of accident

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 12.05.2023
Samþykkt: 
 • 14.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð lokaútgáfa.pdf1.58 MBOpinnPDFSkoða/Opna