is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41945

Titill: 
  • Er Landsréttur að móta nýja stefnu við meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Landsréttur tók til starfa 1. janúar 2018 með gildistöku núgildandi dómstólalaga nr. 50/2016. Frá stofnun hans til 31. desember 2021 tók hann til meðferðar 80 kynferðisbrotamál, sem vörðuðu brot gegn 194. gr. alm. hgl. eða 202. gr. alm. hgl. Af þeim hefur Landsréttur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um sekt eða sýknu í 62 málum (77,5%), ýmist óraskað eða með einhverjum breytingum á bótum og refsingum. Landsréttur hefur snúið 17 kynferðisbrotadómum (21,25%) og vísað einu máli (1,25%) frá. Af þessum 17 dómum sem Landsréttur hefur snúið er um að ræða 15 sýknudóma (88,24%) og tvo sakfellingardóma (11,76%). Af þeim 80 kynferðisbrotadómum sem fallið hafa frá stofnun Landréttar var refsing þyngd eða bætur hækkaðar í 21 dómi (26,25%) en refsing lækkuð eða bætur lækkaðar í 36 dómum (45%).
    Í Hæstarétti féllu 38 kynferðisbrotadómar frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2017 sem vörðuðu ýmist 194. gr. alm. hgl. eða 202. gr. alm. hgl. Af þeim var dómur héraðsdóms um sekt eða sýknu staðfestur í 31 tilfelli (81,58%). Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með breytingum í 16 málum af 31 (51,61%) og var refsing þyngd eða bætur hækkaðar í 10 dómum (62,5%) en refsing þyngd eða bætur lækkaðar í 6 dómum (37,5%). Af því leiðir að dómur héraðsdóms var staðfestur óraskaður í 15 dómum af 31 (48,39%). Í þremur dómum af 38 (7,9%) var niðurstöðu héraðsdóms snúið og í öllum tilfellum var sakfellingu snúið í sýknu. Í fjórum af þessum 38 dómum (10,53%) var hinn áfrýjaði dómur ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað.
    Bæði fyrir Hæstarétti og Landsrétti er algengara að kynferðisbrotadómum sé snúið úr sekt í sýknu. Af dómum má draga þá ályktun að gerðar séu strangari kröfur um sönnunarmat á efri dómstigum. Þannig virðast óbein sönnunargögn ekki fá sama vægi fyrir Landsrétti og fyrir héraðsdómi.
    Lykilhugtök: Lögræði, Refsiréttur, Landsréttur, Hæstiréttur, kynferðisbrot, nauðgun.

  • Útdráttur er á ensku

    The new court level, Landsréttur began operating on January 1st in 2018. From January 1st, 2018, to December 31st, 2021 the court has ruled in 80 sex offence cases, cases which either went against article 194. and/or 202. of the general penal code (GPC) number 19/1940. Landsréttur confirmed the rulings of the district courts about guilt and acquittal in 62 cases (77,5%) without any changes or with some changes to the amount of damages and/or penalty. Landsréttur has reversed 17 sex offence cases (21,25%) and dismissed one case (1,25%). Of these 17 cases which Landsréttur has reversed there were 15 cases of acquittal (88,24%) and two cases of guilty verdicts (11,76%). Of 80 sex offence cases which have been ruled since Landsréttur was established, changes in higher damages and/or penalty were in 21 cases (26.25%) but lower damages and/or penalty in 36 cases (45%). The Supreme Court handled 38 sex offence cases from January 1st, 2015, to December 31st, 2017. The cases went against either article 194 and/or 202. of the GPC. Of these cases the Supreme Court confirmed the rulings of the district courts about guilt and acquittal in 31 cases (81,558%). The rulings of the district court about guilt or acquittal was confirmed with changes in 16 cases of 31 (51,61%) and higher damages and/or penalty in 10 cases (62,5%) and lower damages and/or penalty in six cases (37,5%). Therefore, the rulings of the district courts were confirmed without any changes in 15 cases of 31 (48,39%). In three cases of 38 (7,9%) the rulings of district courts were reversed and in every case the ruling was reversed from guilty verdict to acquittal. In four of 38 cases (10,53%) the appealed case was invalidated and the case turned back to the district court. In the Supreme Court and Landsréttur it is more common that sex offence cases are reversed from guilty verdict to acquittal. By the looks of these cases an indication can be made that you need convictions based on strong evidence by these courts and indirect evidence carries less weight before these courts than the district courts.

Samþykkt: 
  • 14.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerðin_lokaútgáfa_skil_loka.pdf1,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna