Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41951
Meðalaldur fólks á Íslandi fer sífellt hækkandi með tilheyrandi tíðni líkamlegra takmarkana sem leiðir til minnkandi lífsgæða viðkomandi einstaklinga og aukinna útgjalda hins opinbera til heilbrigðisþjónustu. Með auknu sjálfstæði og getu eldri borgara til að sinna athöfnum daglegs lífs, eykst vellíðan þeirra ásamt því að álag á heilbrigðisþjónustu minnkar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvar eldri borgarar, 65 ára og eldri, með búsetu á Seltjarnarnesi stæðu með tilliti til alþjóðlegra viðmiða á afkastagetu- og hreyfifærnisprófum. Í maí 2021 gerði Janus heilsuefling heilsufarsmælingu á einstaklingum 65 ára og eldri með búsetu á Seltjarnarnesi. Meðal annars var mældur styrkur, þol, hreyfifærni, liðleiki, dagleg hreyfing og styrktarþjálfun. Fyrri mælingar fóru fram 30. maí 2021 og tóku 55 þátttakendur þátt í þeirri mælingu, 39 konur og 16 karlar. Seinni mæling var framkvæmd 21. nóvember 2021 og voru þátttakendur samtals 36, 25 konur og 11 karlar. Notast var við mælingar sem þróaðar voru af Rikli og Jones (2013). Ásamt því var líkamssamsetning mæld og gripstyrkur kannaður. Byrjað var á mælingum á líkamssamsetningu og blóðþrýstingi, þar á eftir var mældur liðleiki, styrkur, hreyfifærni og að lokum þol. Ásamt því svöruðu þátttakendur spurningum um daglega hreyfingu og heilsu. Niðurstöður voru bornar saman við alþjóðlega staðla Rikli og Jones (2013) og Guralnik og félaga (1995) og sýna fram á jákvæðar breytingar eftir sex mánaða íhlutun í formi markvissrar heilsueflingu. Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst bera saman frammistöðu þessara einstaklinga við alþjóðleg viðmið í afkastagetu- og hreyfifærniprófum. Samanburðurinn leiddi í ljós að einstaklingar 65 ára og eldri með búsetu á Seltjarnarnesi eru vel á sig komnir þegar kemur að styrk, þoli, hreyfifærni, liðleika og daglegri hreyfingu og heilsu þótt enn sé svigrúm til bætingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ValgerðurMarija-BScLokaverkefni.pdf | 2.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |