en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41958

Title: 
  • Title is in Icelandic Geðheilbrigði ungmenna á aldrinum 18-25 ára sem sækja þjónustu í Bergið Headspace
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Geðheilbrigði ungmenna hefur hrakað síðastliðin misseri, þar sem einkenni þunglyndis, kvíða og streitu hafa stigmagnast. Stöðugt er verið að kanna þá þætti sem hafa neikvæð áhrif á líðan ungmenna og sýna rannsóknir að eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi hefur orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleið sinni. Í gegnum tíðina hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á sterk tengsl ofbeldis og/eða vanrækslu í æsku og andlegra kvilla hjá ungmennum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hver andleg líðan ungmenna er við fyrstu komu í Bergið Headspace ásamt því að greina hvort að einstaklingar nái fram betri líðan milli endurkoma í Bergið. Bergið Headspace er lágþröskuldaúrræði sem býður upp á ráðgjöf og stuðning fyrir ungmenni að 25 ára aldri, á þeirra eigin forsendum. Í rannsókninni var notast við tilgangsúrtak sem samanstóð af 111 einstaklingum á aldrinum 18-25 ára sem leituðu í Bergið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að ungmenni sem sóttu þjónustu í Bergið Headspace voru í flestum tilvikum með væg einkenni þunglyndis, kvíða og/eða streitu sem gefur til kynna að hægt sé að tryggja þeim snemmtæka íhlutun með slíku úrræði. Einnig var marktækur munur á líðan ungmenna milli fyrstu komu og endurkoma í Bergið Headspace þar sem aukin vellíðan og virkni var til staðar. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem gerð hefur verið á Headspace hugmyndafræðinni í tengslum við einstaklingsbundinn árangur á geðheilbrigði, eftir því sem höfundur best veit. Áhugavert væri að endurtaka rannsóknina með niðurstöðum úr DASS, CORE og ACE listum til að öðlast frekari upplýsinga um áhrifaþætti geðheilbrigði ungmenna á Íslandi ásamt áfallasögu þeirra.
    Lykilorð: Geðheilbrigði ungmenna, Headspace, áföll, DASS, CORE

  • The mental health of young people has been deteriorating over the past years, and symptoms of depression, anxiety have steadily increased. The factors that negatively influence the mental health of young people are constantly being researched, and studies show that one in every five children in Iceland has experienced physical and/or sexual abuse over the course of their lives. Past research have consistently shown the connection between violence and/or neglect in childhood, and mental illness in young people. The goal of this study was to examine the mental state of young people in their first visit to Bergið Headspace as well as determine if the individuals‘ mental state improves after receiving repeated services at Bergið. Bergið Headspace is a low-threshold center which provides consultation and support for young people up to 25 years of age, on their own terms. In the present study a purposive sample of 111 individuals in the age 18-25 years old seeking consultation at Bergið was used. The findings of the study showed that individuals that visited Bergið Headspace in most cases presented with mild symptoms of depression, anxiety and/or stress which indicates that they can receive early intervention with such resources. Furthermore, a statistically significant difference was found between the mental state when comparing first visit to subsequent visits to Bergið Headspace were individuals had increrased well-being and activity. This is the first research to be conducted on the Headspace ideology in relation to individual progress in mental health. It would be interesting to repeat the research with results from DASS, CORE and ACE lists in order to obtain further information on the influencing factors of mental health of young people in Iceland as well as their history of trauma.

Accepted: 
  • Jun 14, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41958


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ba.KolbrunTanja.LOKAÚTGÁFA (1).pdf3.04 MBOpenFront PagePDFView/Open