is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41959

Titill: 
  • Extraversion and cognitive performance on working memory tasks : does speed matter?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Previous research on the effects of extraversion on cognitive performance on working memory tasks has reported contradictory results on the matter. Several studies studying extraversion’s effect on cognitive performance have suggested individuals with a high level of extraversion respond more accurately and with faster response times on specific working memory tasks than those with a lower level of extraversion. Other studies, however, suggest there is no relationship between the two variables. In an attempt to clarify the relationship, we had participants complete four different working memory tasks that have been associated with extraversion in the past, to examine the effects of extraversion on cognitive performance: change detection, Brown-Peterson task, complex span task, and Sternberg task. Our goal was to investigate whether extraversion has a positive effect on participants’ cognitive performance on working memory tasks. The participants answered the extraversion scale of NEO-PI-R before commencing the tasks. The change detection and the Sternberg task required participants to produce speeded responses, whereas the Brown-Peterson task and complex span task required more in-depth processing. Based on Evans’ (2008) results, we hypothesised that extraverts would do better on tasks that require automatic processing (change detection and Sternberg task) than on tasks requiring more in-depth processing (the Brown-Peterson task and the complex span task). Our Bayesian analysis provided evidence supporting the null hypothesis, implying limited effects of extraversion on performance on working memory tasks. Our results contradict previous literature that suggests extraverts have better working memory skills than introverts. We conclude that extraversion does not have an effect on cognitive performance on working memory tasks, and extraverts’ performance on the tasks does not depend on whether the task requires fast and automatic processing.

  • Fyrri rannsóknir sem skoða áhrif úthverfu á frammistöðu á prófum á vinnsluminni hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvort samband sé þar til staðar. Rannsóknir hafa bent til þess að einstaklingar sem skora hátt á mælingum á úthverfu eru nákvæmari og með hraðari viðbraðgstíma við ákveðin verkefni en þeir sem skora lægra á úthverfu. Hinsvegar hafa aðrar rannsóknir bent til ekkert sambands milli þessara tveggja breyta. Til þess að öðlast betri skilning á sambandinu milli úthverfu og frammistöðu á vinnsluminnisprófum framkvæmdum við fjögur mismunandi vinnsluminnisverkefni til að kanna áhrif úthverfu á hugræna frammistöðu. Þessi vinnsluminnisverkefni eiga það sameiginlegt að fundist hefur samband milli þeirra og úthverfu. Þessi verkefni eru: breytingagreining (e. change detection task), Brown-Peterson verkefni, flókið minnisgrip (e. complex span task) og Sternberg verkefni. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort úthverfa hefði jákvæð áhrif á hugræna frammistöðu þátttakenda á vinnsluminnisverkefnum. Þátttakendur svöruðu hluta NEO-PI-R sem mælir úthverfu áður en þeir byrjuðu á verkefnunum. Breytingagreining og Sternberg verkefnið kröfðust hraðrar og sjálfvirkrar úrvinnslu en Brown-Peterson verkefnið og flókið minnisgrip kröfðust frekar ítarlegri úrvinnslu. Tilgáta okkar var sú að úthverfir einstaklingar myndu standa sig betur á verkefnum sem krefjast sjálfvirkrar úrvinnslu (breytingagreining og Sternberg verkefni) en á verkefnum sem krefjast ítarlegri úrvinnslu (Brown-Peterson verkefni og flókið minnisgrip), líkt og niðurstöður Evan (2008) gefa til kynna. Bayesísk líkindagreining á sambandi úthverfu þátttakenda og frammistöðu á vinnsluminnisverkefnum styðja við núlltilgátu okkar og gefur til kynna að lítið sem ekkert samband er á milli úthverfu og frammistöðu á verkefnunum. Niðurstöður okkar eru ekki í samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa áður gefið til kynna að úthverfir einstaklingar hafi betri hugræna færni á vinnsluminnisverkefnum. Við ályktum að úthverfa hafi ekki áhrif á hugræna frammistöðu á á vinnsluminnisverkefnum, og að frammistaða úthverfra einstaklinga á verkefnunum fari ekki eftir því hvort verkefnið krefjist hraðari og sjálfvirkari úrvinnslu.

Samþykkt: 
  • 14.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Extraversion and Cognitive Performance.pdf766.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna