is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41966

Titill: 
 • Viðhorf sálfræðinga á Íslandi til fjarviðtala
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjarviðtöl eru engin nýjung í fjarheilbrigðisþjónustu og hafa þekkst í áraraðir, þó auknar vinsældir fjarviðtala séu nýtilkomnar. Fjarviðtöl hafa alla tíð verið nokkuð umdeild meðal sálfræðinga og hafa þeir hingað til verið hikandi við að tileinka sér þau, þrátt fyrir að fjarviðtöl hafi verið rannsökuð yfir langt skeið og niðurstöður sýnt fram á jákvæðan meðferðarárangur. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvort munur sé á milli viðhorfs sálfræðinga á Íslandi til fjarviðtala og núverandi búsetu þeirra ásamt því að afla aukinna gagna til að fræðast um notkun og viðhorf sálfræðinga á Íslandi til fjarviðtala. Gögnum var aflað í formi könnunar með því að senda út spurningarlista til sálfræðinga á póstlista Sálfræðingafélagi Íslands. Gögnin voru skoðuð og yfirfarin með lýsandi tölfræði ásamt því að marktektarprófin t-próf og dreifigreining voru notuð til að skoða hvort munur væri á milli hópa. Niðurstöður t-prófa sýndu meðal annars fram á að sálfræðingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu hafa jákvæðara viðhorf til fjarviðtala en sálfræðingar búsettir á landsbyggðinni. Niðurstöður dreifigreiningar sýndu meðal annars fram á að sálfræðingar sem eru 30 ára eða yngri hafa jákvæðara viðhorf til fjarviðtala en sálfræðingar sem eru 51 árs eða eldri. Einnig sýndu niðurstöður dreifigreiningar fram á að sálfræðingar sem starfa hjá hinu opinbera hafa jákvæðara viðhorf til fjarviðtala en sálfræðingar sem starfa í einkageiranum eða á báðum sviðum. Þörf er á frekari rannsóknum um viðfangsefnið á Íslandi til þess að staðfesta niðurstöður þessarar rannsóknar og til þess að hægt sé að alhæfa um þær.
  Lykilhugtök: Fjarsálfræði, fjarheilbrigðisþjónusta, fjarviðtöl, fjarfundarbúnaður, sálfræðimeðferð, sálfræði, viðhorf

 • Útdráttur er á ensku

  Telepsychotherapy is not a novelty in telehealth and have been around for years, although increase in popularity is new. Telepsychotherapy have always been quite controversial among psychologists, and they have so far been reluctant to adopt them, despite the fact that telepsychotherapy have been researched for a long time and the results have shown positive treatment results. The main objective of this study was to examine whether there is a difference between the attitudes of psychologists in Iceland to telepsychotherapy and their current residence, as well as to gather more data to learn about the use and attitudes of psychologists in Iceland to telepsychotherapy. Data was collected in the form of a survey by sending out a questionnaire to psychologists on the mailing list of the Icelandic Psychological Association. The data was examined and reviewed with descriptive statistics, as well as the significance tests t-test and variance analysis were used to examine whether there were differences between groups. The results of t-tests showed, among other things, that psychologists living in the capital region have a more positive attitude towards telepsychotherapy than psychologists living in rural area. The results of the distribution analysis showed, among other things, that psychologists who are 30 years or younger have a more positive attitude towards telepsychotherapy than psychologists who are 51 years or older. The results of the distribution analysis also showed that psychologists working in the public sector have a more positive attitude towards telepsychotherapy than psychologists working in the private sector or in both fields. Further research on the subject in Iceland is needed to confirm the results of this study and to be able to generalize about them.
  Key terms: Telepsychology, telehealth, telepsychotherapy, teleconferencing, psychotherapy, psychology, attitudes

Samþykkt: 
 • 14.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf-sálfræðinga-á-Íslandi-til-fjarviðtala_lokaskjal_KristínIngimargsdóttir_SalómeSigurmonsdóttir.pdf804.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna