Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41968
Meginmarkmið ritgerðarinnar var að setja upp auðvelda, skiljanlega æfingaráætlun og fróðleik um mikilvægi hreyfingar og þjálfunar fyrir það fólk sem greinst hefur verið með krabbamein. Krabbamein er sjúkdómur sem veldur eyðileggingu á líkamanum og aukaverkanir eftir þennan sjúkdóm geta verið langvarandi og slæmar. Því þarf að huga að því að það fólk sem greinist með sjúkdóminn geti spornað við aukaverkunum eins mikið og hægt er. Skoðað verður hvað gerist í líkamanum þegar krabbameinið greinist, einnig skoðað hvað endurhæfing er og hvort hún getur hjálpað. Farið er yfir hvort hægt sé að mæla endurhæfingu og hvað bera að hafa í huga í slíkri vinnu. Einnig er skoðað hvernig hreyfingu og þjálfun er gott að velja þegar hugað er að endurhæfingu ásamt því að benda á æfingar sem gætu hentað mörgum. Farið er yfir hvaða aðilar eru að bjóða upp á endurhæfingu, hvar þeir eru staðsettir á landinu, hvers vegna þeir eru að bjóða þessum hóp upp á endurhæfingu og hvernig þeir vinna sína vinnu. Áhrif þjálfunar á einstaklinga, frábendingar, álagstýring og lífsgæði eftir að meðferð lýkur er skoðað. Gerð var handbók sem í er fróðleikur og æfingaráætlanir sem hægt er að styðjast við hvort sem er í byrjun en einnig vel nothæf þegar lengra er komið inn í krabbameinsmeðferðina. Í þessari handbók eru æfingaráætlanir fyrir styrktaræfingar, þolþjálfun og jafnvægisæfingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs.c 2022 - Hanna Jóna Sigurjónsdóttir.pdf | 483.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Æfingarhandbók - Hanna Jóna.pdf | 42.9 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |