Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41979
Nútímasamskipti einkennast af snjallsímum og forritum fremur en samtölum í raunheimum og eru unglingar þar stór hópur. Unglingar eru viðkvæmur og áhrifagjarn hópur og getur mikil og jöfn samfélagsmiðlanotkun leitt til kvíða.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að komast að því hvort notkun á samfélagsmiðlinum TikTok hefði áhrif á kvíða og sjálfsálit með áherslu á mun á milli kynja, tímalengd notkunar og hvenær sólarhringsins miðillinn er notaður og til hvers.
Aðferð rannsóknarinnar var megindleg þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru ungmenni (n=112) , fædd árin 2006 - 2008. Gagna var aflað með spurningalista sem innihélt spurningar um TikTok notkun, Rosenberg sjálfsálitskvarðanum (Rosenberg Self-Esteem Scale) og DASS þunglyndis, kvíða og streitu kvarðanum (Depression Anxiety Stress Scale).
Helstu niðurstöður gáfu til kynna að notkun á samfélagsmiðlinum TikTok hafði áhrif á kvíða og í einhverjum tilfellum á sjálfsálit. Marktæk áhrif á kvíða komu fram í hve lengi ungmennin höfðu átt aðgang (p=0,035), hversu oft þau notuðu forritið 10 mínútum fyrir svefn (p=<0,001) og hversu mörg myndbönd þau höfðu birt (p=0,002). Eingöngu notkun TikTok 10 mínútum fyrir svefn vikulega eða oftar hafði marktæk áhrif á sjálfsálit (p=0,047). Kynjamun mátti sjá í kvíða en ekki á sjálfsáliti (p=<0,001). Einnig kom fram að mörg ungmennanna höfðu stofnað aðgang áður en reglur TikTok leyfa.
Niðurstöður gefa ástæðu til að álykta að notkun samfélagsmiðilsins TikToks hafi töluverð áhrif á kvíða og einhver áhrif á sjálfsálit og því er mikilvægt að unglingar séu meðvitaðir um TikTok notkun sína og hvaða áhrif hún getur haft í för með sér.
Lykilorð: TikTok, Samfélagsmiðlar, Kvíði, Sjálfsálit, Unglingar.
Modern communication is often characterized by smartphones and apps rather than conversations in the real world and teenagers are big participants in that. Teenagers are a sensitive and an impressionable group by nature and excessive social media use during those years can therefore lead to anxiety. The purpose of this study was to find out if using the social media platform TikTok had an effect on anxiety and self-esteem with an emphasis on gender differences, duration of use and what time of day the media was used and why. The method of this study was a quantitative cross-sectional study. The participants were teenagers (n=112), born between 2006 - 2008. Data was acquired with a survey that included questions about TikTok use, the Rosenberg self-esteem scale and the DASS depression, anxiety and stress scale (Depression Anxiety Stress Scale). The main results of this study implied that TikTok use had an effect on anxiety and in some cases on self-esteem. Significant effects on anxiety appeared in how long the teenagers had had an account (p=0,035), how often they used the app 10 minutes before falling asleep (p=
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
TikTok, kvíði og sjálfsálit.pdf | 4,37 MB | Opinn | Skoða/Opna |