is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4197

Titill: 
  • "Alltaf erfitt þegar mamma var komin í glas." Sjálfsmynd kvenna sem ólust upp við vímuefnaneyslu móður sinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjálfsmynd dætra sem ólust upp við vímuefnaneyslu foreldra sinna og móður-dóttur tengsl er meginviðfangsefni ritgerðarinnar. Velt er fyrir sér spurningunni hver áhrif vímuefnaneysla móður hafi haft á mótun sjálfsmyndar kvennanna og leitað rökstuddra svara. Félagslegar aðstæður kvennanna voru kannaðar, eins og þær lýstu þeim, bæði meðan þær voru að alast upp svo og núverandi aðstæður, með tilliti til heimilis, hlutverks uppeldis og ábyrgðar. Í rannsókninni er sjónum beint að því á hvern hátt samfélagið sem slíkt mótar einstaklinginn. Jafnframt eru skoðaðar kenningar um hið hversdagslega vald, þ.e. valdið sem hver og ein kona tekur sér til að hlú að sjálfsmynd sinni.
    Rannsóknin sem var undanfari ritgerðinnar byggir á eigindlegri aðferðafræði (e. qualitative research). Í slíkum rannsóknum eru hinir ýmsu samfélagsþættir skoðaðir í samhengi og reynt að greina og útskýra félagslega merkingu atburða og skilja sjónarhorn þeirra sem upplifa þá. Tekin voru einstaklingsviðtöl við tíu konur og þau unnin og greind samkvæmt þessari aðferðafræði.
    Rannsóknin gefur til kynna að sjálfsmynd einstakra kvenna endurskapist í gegnum AA-samtökin, Al-Anon og aðra sjálfshjálparhópa, eftir að hafa beðið mismunandi mikinn hnekki í hinu daglega umhverfi barns- og/eða unglingsáranna.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf582.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna