Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41980
Útdráttur
Bakgrunnur: Geðheilsa almennt hefur verið mikið í umræðunni í samfélaginu síðustu ár og hafa íþróttamenn/konur verið að opna sig meira og meira um andlega líðan. Íþróttafólk er að glíma við andlegar áskoranir og hafa rannsóknir kannski ekki alveg gefið rétta mynd af algengi þunglyndiseinkenna hjá íþróttafólki. Kulnun í íþróttum er lítið rætt hér á íslandi og ekki eru nógu margar rannsóknir á þessu málefni hérlendis.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða kulnun hjá íþróttafólki í hópíþróttum og samband þess við einstaka þunglyndiseinkenni.
Aðferð: Þátttakendur í þessari rannsókn voru íþróttamenn (n=60) í liðsíþrótt í efstu deild á norðurlandi. Meðalaldur þátttakenda var 24 ár (SD=6.57, aldursbilið 18-42). Til þess að mæla þunglyndiseinkenni voru notaðar mælingar á patient health questionnaire (PHQ-9) og athlete burnout questionnaire ABQ til að meta kulnun hjá íþróttafólki. Framkvæmdur var samanburður á undirkvörðum ABQ og einstaka þunglyndiseinkennum. Einnig var aldur og kyn borið saman við bæði ABQ og PHQ.
Niðurstöður: Niðurstöður í þessari rannsókn sýndu að fylgni er á milli ákveðinna atriða á Athlete burnout kvarða og einstaka þunglyndiseinkenna. Enginn kynjamunur var á ABQ en munur var á PHQ-9, þar sem konur skoruðu hærra en karlar. Enginn munur var á aldri og PHQ-9, þó var aldurshópur (25-30 ára) með lægra skor en hinir tveir. Á ABQ var fylgni á milli ‘’reduced accompishment’’ og aldurs.
Ályktun: Eldri rannsóknir höfðu sýnt fram á að íþróttafólk er ekki líklegra en aðrir að glíma við andleg vandkvæði, hinsvegar hafa fáar rannsóknir sett fram hvort samband sé á milli kulnunar og ákveðinna þunglyndiseinkenna. Mikilvægt er að kanna hvaða þættir þetta eru svo hægt sé að bregðast við og hafa þessa þætti í huga þegar unnið er með íþróttafólki.
Lykilhugtök: Íþróttafólk, kulnun, þunglyndi, Andleg heilsa, liðsíþróttir
Background: Mental health has been discussed much last years in our society and have athletes been opening more up about this important topic. Athletes as others are struggling with physical challenges and researches may not have given a completely accurate picture of the prevalence of depressive symptoms in athletes. Burnout in sports is little discussed in Iceland and there is a need of more researches regarding this topic. Aims: This study aimed to examine burnout in athletes in team sports and its relationship to specific depressive symptoms. Methods: The participants consisted of athletes in team sports (n=60) in the northeast of Iceland. The participants mean age was 24.7 (SD = 6.57 years, age range 18-42). To measure depression symptoms, the Patient Health Questionnaire (PHQ-9) was used and Athlete Burnout Questionnaire (ABQ) to measure athlete burnout. A comparison was made of the subscales of ABQ and specific depressive symptoms. Age and gender were also compared with both ABQ subscales and depression symptoms. Results: The results showed that there was a correlation between specific depression symptoms and the ABQ subscales. There was no gender difference on ABQ but there was a difference on PHQ-9 scores, where females had higher scores. There was no age difference on PHQ-9 but there was age group (25-30 years) that scored lower than other two. On ABQ there was a correlation between reduced accomplishment and age. Conclusion: Future research should explore mental health issues is specific sports to examine the relationship between athlete burnout and specific depressive symptoms. Many of previous researches have looked at burnout and depressive symptoms in athletes but few researches have examined specific depressive symptoms and their relationship with burnout. There is relationship between burnout and specific depressive symptoms. Examination of the relationship is important to help identify the symptoms of athlete burnout
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
The relationship between athlete burnout and specific symptoms of depression .pdf | 348.61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |