Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41981
Bakgrunnur: Konur sem missa fóstur upplifa í kjölfarið mikla andlega vanlíðan. Heilbrigðisþjónusta sem veitt er í kjölfar fósturmissis er ábótavant og getur aukið á vanlíðan þeirra kvenna sem missa fóstur. Verulegur skortur er á íslenskum rannsóknum um viðfangsefnið.
Markmið: Í þessari rannsókn var leitað svara við því hvernig andleg líðan kvenna er eftir fósturmissi á fyrstu 12 vikum meðgöngu út frá aldri, tíðni fósturláta, hjúskapastöðu og hvort að þær hafi eignast barn eftir að þær misstu fóstur. Jafnframt var reynsla þeirra af íslenskri heilbrigðisþjónustu skoðuð. Þátttakendur voru allir meðlimir í stuðningshóp fyrir konur sem misst höfðu fóstur.
Aðferð: Megindleg rannsóknaraðferð var valin. Einnig voru tekin viðtöl við þátttakendur í þeim tilgangi að dýpka skilning á viðfangefninu. Gögnum var safnað með spurningarlistunum Percieved Stess Scale (PSS) og Depression Anxiety Stress Scale (DASS) og viðtölum við þrjár konur. Við greiningu á viðtölum var sjö þrepa hugmyndafræði Colaizzi (1978) notuð sem byggir á sjö meginþrepum til gagnagreiningar í fyrirbærafræðilegum rannsóknum.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður sýndu fram á að andleg líðan þátttakenda tók miklum breytingum í kjölfar fósturmissis. Einkenni um streitu, kvíða, þunglyndi og mikla sorg voru algengustu einkenni vanlíðunar hjá flestum þátttakenda. Niðurstöður úr viðtölum leiddu í ljós fjögur meginþemu: 1) Breytingar á andlegri líðan í kjölfar fósturmissis, 2) Samskiptaleysi innan heilbrigðiskerfisins, 3) Umhverfið og 4) Skortur á sálfélaglegum stuðningi og eftirfylgni.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að fósturmissir hafi neikvæð áhrif á geðheilsu kvenna og að bæta þurfi þá heilbrigðisþjónustu sem er í boði þegar kona missir fóstur. Með bættum stuðningi við þennan hóp og auknum skilningi á áhrif fósturmissis á konur má koma í veg fyrir að reynsla þeirra af heilbrigðiskerfinu auki líkurnar á meiri vanlíðan í kjölfarið. Sterkar vísbendingar eru um að skortur sé á sálfélagslegu stuðningi fyrir þessar konur sem kallar á aukna umræðu og frekari rannsóknir á viðfangsefninu í von um bættar aðstæður þessara kvenna í framtíðinni.
Lykilhugtök: Fósturmissir, andleg líðan kvenna, reynsla, heilbrigðisþjónusta, megindleg rannsókn.
Background: Women who have had miscarriage experience a great indisposition afterwards. Studies on women’s opinion on the health care they receive when and after they miscarriage show dissatisfaction and that the process is deficient. Only a few studies on this topic have been done in Iceland.
Purpose: In this study the purpose is to examine women’s mental health following a miscarriage in the first 12 weeks of pregnancy, based on age, frequency of miscarriages, marital status and if they have had children after they miscarried. Their experience of the health care system in Iceland will also be examined. Participants were all members of a miscarriage support group.
Method: Quantitative study was chosen. Interviews were also used to give the researcher a deeper understanding of the topic. Data was gathered through the questionnaires Perceived stress scale (PSS), Depression anxiety stress scale (DASS) and through interviews with three women. Data analysis on the interviews was guided by Colaizzi’s seven step data analysis framework.
Results: Participants were from the age of 18 years old. Main results showed that miscarriage has a negative effect on women´s mental health and that most women experience stress, anxiety, depression and a lot of sorrow while they grief what should have been. Results from the interviews revealed four main themes: 1) Changes in women’s mental health following a miscarriage, 2) Lack of communication in the health care system, 3) The environment 4) Lack of psycho – social support and follow – up.
Conclusions: The study’s results give evidence of miscarriage having negative effects on women’s mental health and that the health care service they receive following a miscarriage needs improvement. Improvements for this group of women and a better understanding on the effect from miscarriage, could reduce the likelihood that their experience on health care services increase women’s mental state getting worse following the miscarriage. Strong evidence of lack of psycho – social support for these women is shown which calls for increased discussion and further research on the topic in hope for better conditions for these women in the future.
Keywords: Miscarriage, women’s mental health, experience, health services, quantitative study.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Andleg líðan kvenna í kjölfar fósturmissis og reynsla þeirra af heilbrigðiskerfinu.pdf | 1.73 MB | Opinn | Skoða/Opna |