Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41982
Markmið þessara rannsóknar er að skoða þá áhrifaþætti í umhverfi ungs afreksfólks sem geta haft áhrif á andlega og líkamlegan þroska þeirra sem og þroska þeirra sem afreksíþróttamenn. Kenningar um heildræna hæfileikamótun segja að ýmsir þættir þurfi að vera til staðar ætli ungt íþróttafólk sér að ná langt, stuðningur og utanumhald, fjármagn, aðstaða, þjálfun svo eitthvað sé nefnt. Verkefnið snýr að því að skoða þessa þætti betur en vakið hefur athygli landans hversu mikið af afreksíþróttafólki virðist vera að koma frá Selfossi undanfarin ár. Því þótti við hæfi að kafa djúpt ofan í menninguna þar og velta því fyrir sér helstu áhrifaþáttum sem þarna gætu að verki. En til þess að fá svör við þessum vangaveltum voru viðtöl tekin við fjóra viðmælendur sem allir tengjast íþróttum á Selfossi og akademíunum á einhvern hátt. Niðurstöður gefa til kynna að vel sé staðið að íþróttaiðkun á Selfossi, að menningin og aðstæður þar sé kjörnar til íþróttaiðkunar sem og að margir þættir þurfa að vera til staðar svo hægt sé að gera afreksmann úr íþróttamanni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs - lokaskil.pdf | 622.01 kB | Lokaður til...09.06.2023 | Heildartexti |