is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41995

Titill: 
  • Hreyfiferill í hnébeygju : handbók fyrir íþróttafólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hnébeygja er algeng æfing sem er notuð í styrktarþjálfun á öllum sviðum. Hægt er að framkvæma hnébeygjuna á marga mismunandi vegu til þess að stýra álagi í hreyfingunni og til þess að vinna í mismunandi þjálfunaráhrifum. Þyngd er breyta sem ákvarðar álag í hnébeygju í flestum tilfellum, en aðrar breytur eins og hreyfiferill og fótastaða eru stór þáttur álagstýringar Lengi hefur verið umtalað í styrktarþjálfun hvaða hreyfiferill virkar best til þess að fá sem mest úr æfingunni. Margar rannsóknir hafa komið því á framfæri að stuttur hreyfiferill þykir bestur í kraftmyndun og heilsu liða. Rannsóknir hafa einnig bent til þess að lengri hreyfiferill geti ýtt undir sömu þjálfunarþætti ásamt betri aðlögun einstaklinga í styrktarþjálfun. Þetta hefur því skapað miklar umræður um hvað virkar best og hvenær í styrktarþjálfun. Markmið verkefnis er því að kafa dýpra í þessar skýringar sem fjalla um hreyfiferil í hnébeygju þar sem erfitt getur verið að mynda skoðun á því hvað hentar best í styrktarþjálfun. Verkefnið verður byggt upp á hreyfiferil í hnébeygju ásamt því að kanna skipulag á tímabilsþjálfun, kraftmyndun, vöðvavirkni og heilsu liða. Í lok verkefnisins fylgir handbók sem fer ítarlega yfir allar þær hnébeygjur sem fjallað er um í fræðilegum kafla ásamt því að útskýra hvern hreyfiferil fyrir sig og hvernig það nýtist í styrktarþjálfun. Verkefnið er því sett upp með það að markmiði að fræða íþróttafólk og þjálfara um hvernig hnébeygja og hreyfiferill virkar í tengslum við vöðvavirkni og þjálfunaráhrif.

Samþykkt: 
  • 14.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf407.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Handbók; Hreyfiferill.pdf3.06 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna