en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4200

Title: 
 • Title is in Icelandic Þræðir skrauts, lita og tákna. Höklar og táknmál kirkjunnar í aldanna rás, þræddir af listamönnunum Unni, Guðrúnu og Sigrúnu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Saga hökulsins er viðfangsefni þessarar ritgerðar, hann er hátíðar- og messuskrúði presta og biskupa. Leitast verður við að fara yfir sögu hökulsins, allt frá tólftu öld til nútímans. Upphaf hans og rætur verða skoðaðar, hvernig hann hefur þróast og breytist í aldanna rás.
  Ritgerðinni er skipt niður í fimm kafla, fyrst eru inngangsorð, þar sem efni ritgerðarinnar verður kynnt, ritgerðin fjallar um hökla upphaf þeirra og þróun í tímans rás. Annar kafli fjallar um uppruna og sögu hökulsins, hvaðan hann kemur og hvar hann kemur fyrst fram. Hvernig þróast notkun hans og stíll í gegnum aldirnar, inn í þann kafla eru síðan teknar inn lýsingar Biblíunnar á skrúða prestanna og hvernig hann breytist. Einnig er táknmálið skoðað tákn og litir, hefð þeirra hennar og þróunar, hvernig tákn lifna og deyja, sum eru varanleg en önnur ekki. Í öðrum kafla er einnig vikið að þróun skrúðans hér á Íslandi og fjallað um hefðir. Í þriðja kafla er fjallað um þrjá íslenska listamenn, sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt hönd á plóg við endurvakningu og þróun skrúðans, gerð er grein fyrir þeim í stuttu máli. Í fjórða kafla eru teknir fyrir höklar sem unnir eru af þessum listamönnum, gerður er á þeim samanburður, bæði á listamönnunum þremur með hliðsjón af uppruna þeirra, stíl þeirra og höklagerð. Fimmti kafli eru lokaorð, þar eru meginþema ritgerðar og vangaveltur dregnar saman, stjötti kafli er heimildaskrá og að síðustu er sjöundi kafli myndaskrá verkefnisins.
  Höklar og táknmál, myndir og litir hafa alltaf verið áberandi innan kirkjunnar, sögu þeirra má rekja aftur fyrir miðaldir. Hún helst í hendur við mannlífið hverju sinni. Segja mætti að saga hökulsins og tákna hans fylgi breytileika mannsins og þróunar hans. Til að skilja táknheim kirkjunnar á hverjum tíma er brýnt að setja sig inn í tíðarandann hverju sinni, það er stöðugt og viðvarandi verkefni kirkjunnar, handverksfólks og listamanna að halda þróuninni við.

Accepted: 
 • Jan 6, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4200


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
_RM_1_fixed.pdf3.01 MBOpenHeildartextiPDFView/Open