is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4201

Titill: 
  • Heimspekileg samræða. Um gildi heimspekilegrar samræðu í skólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar fyrst og fremst um heimspeki og menntun. Menntun mannsandans og heimspekilega samræðu sem tæki til menntunar mannsandans, en markmið heimspekilegrar samræðu er að hugsa á gagnrýninn hátt. Upphafspunktur ritgerðarinnar er tilvera mannsins. Tilveran er kjarni okkar og innblástur. Við undrumst yfir sjálfum okkur, öðrum og veruleikanum. Við spyrjum spurninga og leitum svara. En það er þessi undrun sem veldur viðleitni mannsins til að menntast. Menntastofnanir eru skjól fyrir starfsemi hugans og hvergi annarstaðar á heimspekileg samræða eins mikið heima, og það á öllum skólastigum. En það skiptir máli hvernig samræðan fer fram því ekki er öll samræða heimspekileg. Þar af leiðandi skiptir þekking kennarans á viðfangsefni sínu miklu máli, en eðli þess samkvæmt gerir næmni og innsæi kennarans herslumuninn. Ef ramminn utan um samræðuna er viðunandi er næst að reyna að ná fram markmiðum samræðunnar. Þar erum við komin að lykilatriði ritgerðarinnar en það er það sem gerist í samræðunni. Það sem gerist er að endanleikinn og óendanleikinn mætast. Það er að segja endanleiki skynjana okkar mætir óendanleika hugsana okkar. En þegar endanleiki skynjana okkar og óendanleiki hugsana okkar mætast þá er hugurinn opinn fyrir hugsun í þrengri merkingu orðsins það er að segja gagnrýnni hugsun. En gagnrýnin hugsun er eitt það mikilvægasta fyrir einstaklinginn og samfélagið til að þroskast og dafna. Ég mun því reyna að varpa ljósi á ávinning heimspekilegrar samræðu sem hluta af námsefni skólanna.
    Til þess að fjalla um þetta efni mun ég fyrst og fremst notast við hugmyndir eftirfarandi heimspekinga: Guðmundar Finnbogasonar og kenningar hans um heimspeki menntunar, Páls Skúlasonar og hugmyndir hans um manninn og tilveruna, Friedrich Schleiermachers og hugmyndir hans um innsæi og endanleikann og óendanleikann í tengslum við trúarbrögð, og að lokum Oscar Brenifiers og hugmyndi hans um hvað það sé sem gerir heimspekilega samræðu heimspekilega.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimspekileg samræða_fixed.pdf957.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna