Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42025
Objectives: To evaluate the effects of the fiber supplement LipoSan Ultra on (1) cardiorespiratory endurance, (2) fat utilization, (3) lactic acid (LA) production and recovery in selected athlete population groups, and (4) look at the potential relationship between these factors.
Methods: 60 healthy and physically active individuals (29 males and 31 females), 18-50 years old, were randomly assigned to an intervention group (n=31) or control group (n=29). The intervention group consumed a daily dose of 2.25 g of LipoSan Ultra, whereas the control group consumed placebo capsules for 8-15 weeks. VO2max and LA measures were carried out pre- and post-intervention period. Repeated measures ANOVA test was used to analyze the difference between groups, and relationships between the factors were tested with Pearson correlation.
Results: One significant difference was found between the groups; decreased VO2max in the intervention group (F(1,57) = 4.81, p = .032). A positive correlation was found between few variables; LA post-test and LA recovery (r = .58), VO2max and RER=1.0 (r = .53), fat utilization and RER=1.0 (r = .47), fat utilization and VO2max (r = .35), and a negative correlation between fat utilization and LA recovery (r = -.36).
Conclusion: The study does not support previous studies indicating that chitosan and fiber supplements can increase endurance among athletes. The decrease in VO2max may have been affected by the COVID-19 pandemic, and further research is needed. However, few participants in the intervention group reported improved digestion, and no significant adverse reactions occurred, suggesting that this fiber supplement can be safely used as compensation for the lack of fiber consumption in Iceland and commonly impaired digestion in athletes.
Markmið: Að meta áhrif trefjabætiefnisins LipoSan Ultra á (1) hjarta- og öndunarþol, (2) fitunýtingu, (3) mjólkursýruframleiðslu og endurheimt hjá íþróttafólki og (4) skoða hugsanlegt samband milli þessara þátta.
Aðferð: Þátttakendur voru 60 heilbrigðir einstaklingar á aldrinum 18-50 ára (29 karlar og 31 kona) sem stunduðu reglulega hreyfingu. Þeim var raðað af handahófi í íhlutunarhóp (n=31) eða viðmiðunarhóp (n=29). Íhlutunarhópurinn neytti 2,25g af LipoSan Ultra daglega í 8-15 vikur og viðmiðunarhópurinn tók inn lyfleysuhylki yfir sama tímabil. Hámarkssúrefnisupptöku- og mjólkursýrumælingar voru framkvæmdar fyrir og eftir íhlutun. Notast var við dreifigreiningu með endurteknum mælingum til þess að greina mun milli hópa, en tengsl milli þátta voru prófuð með Pearson fylgni.
Niðurstöður: Í ljós kom að hámarkssúrefnisupptaka íhlutunarhópsins lækkaði á milli mælinga og var munurinn á milli hópanna í þessum þætti marktækur (F(1,57) = 4.81, p = .032). Jákvæð fylgni var á milli eftirfarandi þátta: mjólkursýru eftir próf og mjólkursýruendurheimt (r = .58), hámarkssúrefnisupptöku og öndunarskiptahlutfalls (r = .53), fitunýtingar og öndunarskiptahlutfalls (r = .47), fitunýtingar og hámarkssúrefnisupptöku (r = .35). Neikvæð fylgni var á milli fitunýtingar og mjólkursýruendurheimtar (r = -.36).
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ekki við fyrri rannsóknir, sem gáfu til kynna að kítósan og trefjabætiefni gætu aukið þrek meðal íþróttafólks. Á meðan rannsóknin fór fram geysaði COVID-19 heimsfaraldurinn, sem hefur hugsanlega haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar, ekki er þó hægt að fullyrða um það nema með frekari rannsóknum. Nokkrir þátttakendur í íhlutunarhópnum greindu frá bættri meltingu og voru engar alvarlegar aukaverkanir skráðar. LipoSan Ultra væri samkvæmt þessum niðurstöðum hægt að nota sem fæðubótarefni fyrir einstaklinga og íþróttafólk sem neyta ekki nægjanlega trefjaríkrar fæðu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
arnarunjonsdottir-08.06.22-skemman.pdf | 1.11 MB | Lokaður til...08.06.2027 | Heildartexti | ||
beidniarnarun.pdf | 418.33 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |