Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42028
Árið 2020 átti Ólympíumót fatlaðra (Paralympic Games eða PG) að fara fram í Tókýó en var frestað um ár vegna útbreiðslu á Covid-19 veirunni til ársins 2021. Ísland átti sex keppendur sem tóku þátt í þremur mismunandi íþróttagreinum á PG; frjálsum íþróttum, sundi og hjólreiðum. Tilgangur rannsóknarinnar var að fylgjast með og meta loka undirbúning íslenska íþróttafólksins sem keppti á PG. Aðferð: Fimm keppendur sem kepptu á PG samþykktu að taka þátt í þessari rannsókn. Skipulagður undirbúningur á vegum Íþróttasambands fatlaðra byrjaði vorið 2021 fyrir keppendur á PG. Fylgst var með líkamlegum, andlegum og næringarlegum þáttum í undirbúningnum og þessir þættir bornir saman við árangur á mótum fyrir PG og á PG. Eftir PG voru tekin viðtöl við íþróttafólkið til þess að safna upplýsingum um upplifun þeirra á undirbúningnum. Niðurstöður: Líkamlegi þáttur undirbúningsins sýndi að íþróttafólkið bætti sig að meðaltali um 5,19% í sinni íþróttagrein á PG miðað við fyrsta mót þeirra á tímabilinu. Andlegi þáttur undirbúningsins sýndi að skor þeirra á spurningarlistum voru að meðaltali 3,01% betri í júlí miðað við í maí. Næringarlegi þáttur undirbúningsins sýndi að mataræði íþróttafólksins varð að meðaltali 36,66% betri í júlí miðað við í maí. Samantekt: Flest af íþróttafólkinu náði að setja persónulegt met í að minnsta kosti einni keppnisgrein. Íþróttafólkið hafði mismunandi upplifun af undirbúningnum en voru að meirihluta sátt með árangur sinn á PG. Undirbúningurinn studdi við íþróttafólkið og hjálpaði þeim við að hámarka árangur sinn á PG.
The 2020 Paralympic Games (PG) were held in Tokyo in 2021, a year later due to the global Covid-19 pandemic. NPC Iceland had six athletes competing at the PG in three different sports; athletics, swimming and cycling. This study aims to monitor the final preparation of the
Icelandic athletes competing at the 2020 PG. Method: Five athletes agreed to participate in this study. The official preparation with NPC Iceland started in May 2021 for the paralympic athletes. Physical, mental, and nutritional preparations were monitored, evaluated, and
correlated with pre-PG competitions and PG results. Directly after the PG, the athletes were interviewed to gather information on their preparation experience and their performance.
Results: The athletes’ physical results show on average a 5,19% improvement in performance at the PG compared to their first competition this season. The athletes’ mental results show that their scores on questionnaires were on average 3,01% better in July compared to May. The
athletes’ nutritional results show that the nutrition was on average 36,66% better in July compared to May. Conclusion: The athletes peaked in performance at the PG, where they all set a personal record in at least one of their events. All of the athletes had different experiences
during their final preparation. However, the athletes were for the most part satisfied with the preparation and their performance at the PG. The preparation supported the athletes and helped them maximize their performance at the PG.
Keywords: Disability; Paralympic Games; preparation; Tokyo 2020; Paralympic Games;
Japan
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
NPC Iceland preperation for the 2020 Paralympic Games. PDF.pdf | 651.3 kB | Lokaður til...30.06.2030 | Heildartexti |