is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42039

Titill: 
 • Áframhaldandi þróun og innleiðing fjarheilbrigðisþjónustu á svefndeild Landspítalans á tímum heimsfaraldurs : hvaða breytingar áttu sér stað, hvernig hafa þær reynst og hver er upplifun starfsfólks og sjúklinga?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu fram til ársins 2030 með aukna áherslu á fjarheilbrigðisþjónustu. Vegna takmarkaðs aðgengis sjúklinga á tímum heimsfaraldurs þurfti að þróa nýjar leiðir til að hefja meðferð, án þess að sjúklingar kæmu upp á spítala. Breytingarnar hafa leitt til þess að fjarheilbrigðisþjónusta svefndeildarinnar er nú framarlega í samanburði við mörg önnur lönd í Evrópu þegar kemur að þjónustu við sjúklinga með svefnöndunarvél í heimahúsi.
  Markmiðið með þessari rannsókn var að komast að því hvernig staðið var að áframhaldandi þróun meðferðarhluta svefndeildar Landspítalans á tímum heimsfaraldurs og innleiðingu breytinganna með tilliti til breytingastjórnunar, hvernig breytingarnar hafa reynst og hver upplifun starfsfólks og sjúklinga er.
  Til að nálgast þessar upplýsingar voru haldnar vinnustofur og tekin viðtöl við starfsmenn deildarinnar. Út frá viðtölunum komu fram sex meginþemu og niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur voru sammála um að breytingarnar hafi skilað ávinningi. Sjúklingar hafa meira val, boðið er upp á betri þjónustu óháð búsetu og fjarheilbrigðisþjónustu fylgir aukin hagræðing. Með þróun og innleiðingu breytinganna tókst að stytta biðlistann úr 6-8 mánuðum niður í 1-3 mánuði án aukningar á brottfalli.
  Allir viðmælendur voru sammála um að það væri enginn ávinningur af því að fara til baka og hefðu helst viljað hefja innleiðingu breytinganna fyrr, með betri undirbúningi í upphafi. Upplifun sjúklinga af breytingunum er almennt góð og mörgum finnst þeir hafa meiri stjórn á eigin meðferð. Vegna breytinganna eru nú 2/3 allra innstillinga framkvæmdar í heimahúsi. Með þróun og innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu tókst að halda úti þjónustu fyrir fólk með kæfisvefn þrátt fyrir lokun svefndeildarinnar á tímum heimsfaraldurs.

Samþykkt: 
 • 15.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni- MPM-Áframhaldandi þróun og innleiðing fjarheilbrigðisþjónustu á svefndeild Landspítalans á tímum heimsfaraldurs.pdf391.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna