Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42042
Meðvitund um umhverfismál hefur aukist hratt á síðustu árum og heimili og fyrirtæki í landinu taka nú meiri ábyrgð í þessum efnum. Þessi vitundarvakning hefur ýtt undir jákvæða þróun í átt að umhverfisvænna samfélagi. Stöðugt er unnið að umbótum og eru tækifæri til staðar til nýsköpunar á grænum vörum og þjónustu. Í þessari rannsókn var leitast við að kanna hvernig innleiðing umhverfisskorkorts í vöruþróun og hönnun getur gagnast við að draga úr umhverfisáhrifum frá vöru á lífsferli hennar og finna tækifæri til að færast nær hringrásarhagkerfi. Niðurstöður sýndu fram á að tækifæri eru til staðar til að hanna með tilliti til umhverfisins og þróa sjálfbærari lausnir sem bæði geta tryggt öryggi notenda, uppfyllt kröfur um gæði og verið grænar. Þá kom fram í niðurstöðum að huga þyrfti betur að hönnun vara með þeim hætti að auðvelt sé að taka þær í sundur með það að markmiði að endurnýta og enduvinna íhluti. Einnig eru tækifæri til að meta efnisval og auka sýnileika á umhverfisáhrifum frá vörum á mælanlegan hátt með innleiðingu skorkorts.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Notkun umhverfisskorkorts_Lokaverkefni - Helga Ottos MPM2022.pdf | 658,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |