is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42047

Titill: 
  • Starf yfirþjálfara yngri flokka í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Yfirþjálfarar yngri flokka í knattspyrnu bera faglega ábyrgð á starfi barna og unglinga í íþróttafélögum landsins. Samkvæmt leyfiskerfi KSÍ er félögum skylt að vera með yfirþjálfara yngri flokka en hafa frjálsar hendur með hlutverk hans og starfsskyldur. Þar af leiðandi er misjafnt milli félaga hvað yfirþjálfarar eru að gera. Leitast var við að fá innsýn í störf yfirþjálfara með megindlegri og eigindlegri rannsóknaraðferð. Yfirþjálfarar svöruðu könnun um starf sitt og tekin voru viðtöl við yfirþjálfara, yfirmann knattspyrnusviðs KSÍ og starfsmann knattspyrnusviðs KSÍ um hvernig starfslýsing yfirþjálfara á að vera. Helstu niðurstöður voru þær að heilt yfir finnst yfirþjálfurum þeir vera að sinna of mörgum verkefnum og er upplifun þeirra að þeir nái ekki að komast yfir allt sem þeir eiga að gera. Dagleg störf yfirþjálfara koma því niður á gæðastjórnun í starfinu. Það er því talið mikilvægt að yfirþjálfarar minnki skipulagsvinnu sem er ekki tengd knattspyrnulegri þróun starfsins. Hvert félag þarf að skilgreina hlutverk yfirþjálfara út frá gildum og stefnu félagsins.

Samþykkt: 
  • 15.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starf yfirþjálfara í knattspyrnu - Aðalbjörn Hannesson.pdf404.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna