is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42049

Titill: 
  • Risaverkefni á Íslandi : gagnagrunnur stórverkefna á Íslandi og fjárhagslegt umfang þeirra í næstu framtíð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Risaverkefnum er yfirleitt ætlað að koma á markverðum breytingum í samfélögum víða um heim og eiga oft þátt í að nútímavæða og fleyta samfélaginu hraðar inn í framtíðina en ella. Á Íslandi eru fjölmörg stórverkefni í gangi eða í bígerð. Þó er ekki til heildstæð samantekt yfir þessi stórverkefni svo hægt sé að leggja betur mat á fjárhagslegt umfang og helstu einkenni þeirra. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að í fyrsta sinn er birt frumgerð af gagnagrunni um þá umtalsverðu fjármuni sem til stendur að ráðstafa í opinber stórverkefni á Íslandi á næstu árum. Stór hluti þess fjármagns verður nýttur til innviðauppbyggingar, s.s. vegagerðar og bygginga stórra mannvirkja. Gagnagrunnar af þessu tagi þekkjast víða erlendis, t.d. til að meta heilstætt fjárfestingarþörf atvinnuvega og verkefnagerða. Til lengri tíma geta slíkir grunnar einnig gagnast við að bæta forspár og verkefnastjórnsýslu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að það sé veruleg fjárfestingaþörf á Íslandi en einnig að sú frumgerð sem hér er kynnt rúmi aðeins hluta þess sem koma skal. Það er von höfunda að gagnagrunnurinn sé aðeins upphafið af því að gefa betri yfirsýn yfir stórverkefni á Íslandi og að þessi grein muni stuðla að enn frekari rannsóknum á þessu sviði.

  • Megaprojects are commonly used to bring about significant changes in societies around the world. They often play an important role in modernization and contribute to faster future solutions. In Iceland, there are many large-scale projects underway or under construction. Nevertheless, there exists no good overview of these projects to better assess their financial scope and their main characteristics. The main results of this study are that, for the first time, a prototype of a database is published on the significant funds that are planned to be allocated to public megaprojects in Iceland in the coming years. A large part of that capital is covered by infrastructure development, such as road construction and other man-made large structures. Databases of this kind are known from abroad, e.g., to assess the sound investment needs of industries and project types. In the long run, such bases can also be useful in improving forecasting and project governance. The results indicate that there is significant investment need in Iceland but also that the prototype presented here accommodates only a part of what is to come. The authors hope that the database will only be the beginning of creating a better overview of megaprojects in Iceland and that this article will contribute to further research in this field.

Samþykkt: 
  • 15.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Risaverkefni_a_Islandi_MPM_Lokaverkefni_Brynja_Dagmar_og_Hrund.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna