Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42051
Þegar tíminn er takmarkaður og verkefnafjöldinn virðist óyfirstíganlegur er oft spurt um það hvernig auka megi afkastagetuna. Það er ekki endalaust hægt að hlaupa hraðar og þeir sem það reyna, rekast oft á vegg kulnunar. En hvað er þá hægt að gera til úrbóta? Í þessu verkefni er staðan skoðuð og greind hjá tæknisviði Norðuráls á Grundartanga. Það má gefa sér að þar sé staðan svipuð og hjá svo mörgum öðrum fyrirtækjum, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, varðandi verkefnastöðu. Af viðtölum við starfsmenn má greina að verkefnin eru fjölmörg en tími og mannafli takmarkaður. Út frá þessari vinnu koma nokkrar tillögur að úrbótum en þær eru; setja upp verkefnaskrá til að fá betri yfirsýn, skerpa á forgangsröðun verkefna, setja á hámarksfjölda verkefna sem eru opin á hverjum tíma og nota kanban fyrir framvindu verkefna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MPM_lokaverkefni__Ottar.pdf | 583.97 kB | Open | Complete Text | View/Open |