is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42056

Titill: 
  • Mat á verkefnastjórnunarlegum þroska Landsbankans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mat á verkefnastjórnunarlegum þroska er þýðingarmikið fyrir fyrirtæki. Það að meta þroskann og vera opinn fyrir því að bæta hann eykur skilvirkni, sóun minnkar og mun þar með leiða til hagræðingar í rekstri fyrirtækja.
    Árið 2017 var gerð rannsókn á verkefnastjórnunarlegum þroska Landsbankans. Þroskinn hefur ekki verið metinn aftur síðan þá og þar sem höfundar þessarar skýrslu eru starfsmenn bankans, þótti gagnlegt og ekki hvað síst áhugavert, að endurtaka rannsóknina. Árið 2017, kom nýr bankastjóri inn með nýjar áherslur svo það er áhugavert að rannsaka hvað hefur breyst frá fyrri rannsókn í verkefnavinnu hjá bankanum.
    Í þessari rannsókn kemur fram hver staðan er í dag, hvernig hún hefur breyst frá fyrri rannsókn og hvort bankinn hafi tekið niðurstöðurnar úr rannsókninni 2017 til greina til að bæta þroskann.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna aukinn þroska og að verkefnastjórnun er í góðum farvegi, en þó eru tækifæri til að gera enn betur. Fengin var innsýn starfsmanna bankans sem var nýtt til að koma með hugmyndir að úrbótum.

Samþykkt: 
  • 15.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - MPM 2022 - Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir og Sigrún Guðbrandsdóttir.pdf1.23 MBLokaður til...01.06.2027HeildartextiPDF
Skemman_Rakel_Vilhjamsdottir_Sigrun_Gudbrandsdottir.png499.42 kBOpinnBeiðni um lokunPNGSkoða/Opna