Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42057
Verkefnastjórnun er nauðsynlegur hluti af framkvæmd verkefna í listgreinum enda eru nánast allir listviðburðir skipulagðir sem verkefni í einni eða annarri mynd. Þar sem verkefnastjórnendur í listgreinum takast daglega á við síbreytilegt umhverfi og fjölbreyttar áskoranir þá er mikilvægt fyrir þá að tileinka sér viðeigandi þekkingu og aðferðir. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort verkefnastjóri á sviði listgreina þurfi að búa yfir þekkingu, færni og hæfni á sviði faglegrar verkefnastjórnunar eins og hún er skilgreind í hugtakagrunninum Individual Competence Baseline (ICB4) sem gefinn er út af Alþjóðlegu
verkefnastjórnunarsamtökunum (IPMA). Markmið samtakanna með gerð hugtakagrunnsins var að skilgreina þá hæfnisþætti sem einkenna ættu faglega verkefnastjóra; geta sem ætti að geta nýst á öllum sviðum samfélagsins. Í rannsókninni er kannað hversu vel hæfniviðmiðin
28 sem lýst er í ICB4 henti fyrir þá sem stýra verkefnum í listgreinum. Niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir fólk sem náð hefur miklum árangri við að stjórna margvíslegum listrænum verkefnum gefa til kynna að hugtakagrunnurinn ICB4 gagnist verkefnastjórum listgreina á
margan hátt mjög vel. Niðurstöður úr viðtalsrannsókn benda hins vegar einnig til þess að það er ýmislegt fleira sem viðmælendur töldu að þyrfti að koma að til þess að tryggja árangur í listrænum verkefnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Nauðsynleg sérþekking verkefnastjóra á sviði lista - Tengsl listrænnar stjórnunar við ICB4.pdf | 949.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |