Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/42061
Könnun þessi sem mælir áhrif MPM náms Háskóla Reykjavíkur á tilfinningagreind nemenda sýnir að tilfinningagreind þeirra 29 sem tóku þátt jókst um 2.6 af 4 mögulegum með tilkomu námsins. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að meta hvar tilfinningagreindarleg
hæfni nemenda stendur í lok MPM námsins við útskrift árið 2022. Helstu niðurstöður eru að mestra áhrifa er að gæta í hæfni nemenda við að finna til samkenndar en minnstra áhrifa er að gæta á hæfni nemenda við að skilja eigin hvatir. Um er að ræða rannsókn sem gerð var um það leyti sem nemendur voru að ljúka námi og gera má ráð fyrir að full
áhrif námsins hafi enn ekki komið fram meðal nemenda. Heimsfaraldur síðast liðina tveggja ára og tækifæri nemenda til að nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað eru helstu áhrifaþættir á niðurstöðu rannsóknarinnar. Niðurstöður leiða í ljós innan hvaða hæfniþátta
tilfinningagreindar nemendur hafa mesta getu og einnig innan hvaða hæfniþátta nemendur hafa möguleika á að styrkja sig enn frekar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif MPM náms Háskóla Reykjavíkur á tilfinningagreind nemenda - Guðmundur Bergmann.pdf | 474.62 kB | Open | Complete Text | View/Open |