is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42065

Titill: 
  • Orkuskipti í óbyggðum : er tímabært að skipta um aflgjafa í fjallajeppum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áskorunin um orkuskipti er ein sú stærsta sem samtíminn tekst á við. Fyrir Íslendinga, sem eru svo heppnir að búa að gnægð endurnýjanlegra orkuauðlinda snýst hún nánast eingöngu um samgöngur, jafnt á landi, sjó og í lofti. Okkar hrjóstruga land hefur fóstrað tæknimenn sem með blöndu af hugviti og verkviti hafa þróað betrumbætur á torfæruökutækjum sem eftir er tekið víða um lönd. Þannig hafa heimskautaleiðangrar frá helstu bifreiðaframleiðsluþjóðum heims leitað til íslenskra aðila þegar þörf er á hagkvæmu skutli á Suðurskautslandið. Á undanförnum áratugum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á góða umgengni við náttúruna og því er eðlilegt að rekstraraðilar torfærutækja, ekki síst í ferðaþjónustu spyrji sig hvaða möguleikar séu álitlegir nú þegar almenningur og opinberir aðilar um allan heim þrýsta á að útblástur kolefnis verði úr sögunni eftir nokkur ár. Upp til fjalla er ekki hægt um vik að hlaða batterý og því þarf að skoða vandlega hver er vænlegasta leiðin. Í þessari úttekt er leitast við að svara því hversu áríðandi það er að bregðast við og hvort það sé tæknilega fýsilegt. Með viðtölum við hagaðila og heimildaöflun, kemst höfundur að því að hagnýtar tæknilegar útfærslur á orkuskiptum fyrir þessi farartæki hafi ekki litið dagsins ljós enn sem komið er. Við munum því að mestu keyra „okkar fjallabíla“ á jarðefnaeldsneyti enn um sinn.

Samþykkt: 
  • 15.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hallur Helgason Lokaritgerð (1).pdf237.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna