is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42068

Titill: 
  • Áhrif Covid-19 á heilbrigðisstarfsfólk - Aukning einkenna streitu, kulnunar og örmögnunar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða áhrif Covid-19 á streitu og örmögnun heilbrigðisstarfsfólks sem og skoða hvaða íhlutanir og forvarnir eru til gagnvart því. Covid-19 faraldurinn breiddist hratt út í byrjun ársins 2020 og hafði mikil áhrif á heilbrigðisstofnanir heimsins. Í byrjun faraldursins voru gerðar margar rannsóknir í Kína í þeim tilgangi að skoða streitu, kulnun, langtímastreitu og örmögnun á meðal heilbrigðisstarfsfólks. Þar kom í ljós að einkenni streitu, kulnunar og annarra andlegra kvilla jukust töluvert á tímum faraldursins miðað við fyrri ár. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á tímum fyrir faraldurinn sem skoða hvaða leiðir er hægt að fara til þess að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki sem þjáist af streitu, kulnun og örmögnun og eru helstu leiðir að bjóða upp á sálfræðiþjónustu, aukinn stuðning við starfsfólkið og skýrari samskipti. Það vantar hins vegar fleiri rannsóknir til að skoða forvarnir í formi fyrirbyggjandi aðgerða í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að ýmis einkenni streitu sem geta komið upp í miklum álagsaðstæðum, þróist í langvarandi streitueinkenni og jafnvel þróun kulnunar og örmögnunar. Í náinni framtíð væri einnig áhugavert að skoða hvort heilbrigðisstarfsfólk þrói með sér mikil einkenni örmögnar, jafnvel svokallað „örmögnunar ástand“ (Vital Exhaustion) eftir að hafa verið undir miklu álagi í Covid-19 faraldrinum og setja fram langtímarannsóknir til að skoða áhrif heimsfaraldursins.

Samþykkt: 
  • 16.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerd-Nikulas-Lokaskil.pdf361.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-loka.pdf210.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF