Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42085
The incidence of spinal cord injury (SCI) in Iceland is estimated to be 7.8 individuals per year while worldwide the incidence is approximately 250-500 thousand. Due to the drastic effect spinal cord injury can have on people’s quality of life, it is important to acquire knowledge through research that may be used to improve the quality of life. In this M.Sc. thesis, a methodology is proposed to study the mechanism and consequences of SCI. Hence, the goal of this research was to develop and set up a measurement system for exact measurement of time between events in the patellar tendon reflex (PTR) test and transcutaneous spinal cord stimulation (tSCS), compare the two in healthy and spinal cord injured individuals to map inter-individual variability and changes following central nervous system damage. Measurements on healthy and spinal cord injured individuals have been established where each individual was tested with the reflex tests while recording with electromyography (EMG). A methodology for time measurements between the events in reflex tests has been tested and evaluated. Additionally, a pipeline has been designed and developed for further analysis of the monosynaptic reflex arc. It proved difficult to analyse some reflexes due to unwanted electrical signals that were causing inaccuracies in the interpretation of the EMG signal. Pre-processing certain data with digital filters was therefore found to be critical in order to acquire as much high-quality EMG data as possible. The results demonstrated that the PTR in C6-C7 complete SCI after an accident was delayed by 24%, while after cancer in vertebra T1-T4 the time was shortened by 23%. Furthermore, the results revealed a difference between PTR compared to tSCS due to the difference in action potential conduction distance. A processing method is now available for comparing muscle signals when stimulated with patellar strikes or with electrical stimulation on the posterior nerve roots. Characteristic differences can be expected between reference data and from various central nervous system lesions.
Nýgengi mænuskaða á Íslandi er um það bil 7.8 á ári en á heimsvísu er talið að nýgengið sé um 250-500 þúsund hvert ár. Vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem mænuskaði getur haft á lífsgæði fólks er mikilvægt að afla þekkingar með rannsóknum sem gætu nýst til að auka lífsgæði. Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferðafræði til nákvæmrar tímamælingar milli atburða í mænuviðbragðsprófum sem og að þróa forskrift til úrvinnslu merkja. Niðurstöður mælinga hjá einstaklingum með og án miðtaugakerfisskaða voru bornar saman til að kortleggja frávik í kjölfar skemmda á miðtaugakerfi. Mæliuppsetning með vöðvaritsrásum samfasaðar við raförvun annars vegar og hamar til að áreita hnéskeljarsin hins vegar var hönnuð og prófuð. Mælingar voru gerðar á heilbrigðum einstaklingum sem og einstaklingum með mænuskaða. Hver einstaklingur var prófaður með teygjuviðbragðsprófi (e. patellar tendon reflex test) á lærvöðvum og með yfirborðs raförvun á aftari taugarótum mænu við hryggjarliði T11-T12. Niðurstöður rannsóknarinnar er aðferðafræði til mælingar á vöðvariti meðan mæna er raförvuð eða slegið á patellar sin sem og úrvinnsluaðferð til rannsókna á mónosynaptíska viðbragðshringnum. Niðurstöður tilviksrannsóknarinnar sýndu að teygjuviðbragðið hjá C6 mænuskaða eftir slys seinkaði um 24% en eftir krabbamein við T3 styttist tíminn um 23%. Að auki sýndu niðurstöður tímamismun á teygjuviðbragði samanborið við yfirborðsraförvun sem er líklega vegna munar á lengd fyrir boðspennuna að berast. Fyrir liggur prófuð úrvinnsluaðferð fyrir samanburð á merkjum vöðva þegar áreitt er með patellar höggi eða með raförvun á aftari taugarætur. Vænta má einkennandi munar á viðmiðunargögnum og frá ýmsum miðtaugakerfissköðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sara M.Sc. ritgerd.pdf | 11,41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Sara_Kristinsdóttir_Lokun_MSc.pdf | 421,53 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |