Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42090
Húsnæðiskostnaður er stærsti kostnaðarliður heimilisbókhaldsins.
Sú ákvörðun sem einstaklingur tekur um hvort eigi að leigja íbúð eða kaupa getur haft áhrif á þann kostnaðarlið. Það hefur verið sterk hefð fyrir kaupum á íbúð í gegnum tíðina og hefur ungt fólk almennt verið hvatt til að safna sér fyrir útborgun í íbúð, þar sem íbúðarkaup hafa verið talin örugg fjárfesting.
Í þessari rannsókn verða notuð söguleg gögn sem ná yfir 10 ára tímabil þ.e. árin 2011 til 2021 til að áætla hvort sé hagstæðara að leigja íbúð eða kaupa. Gengið verður út frá vísitölu neysluverðs til að reikna lánagreiðslur og vísitölu húsaleigu til að ákveða húsaleigugreiðslur.
Út frá þeim sögulegu reikningum verður búið til módel sem líkir eftir stöðu kaupanda og stöðu leigjanda eftir ákveðið tímabil og gerð verður næmnigreining á þeim breytum sem notuð eru í módelið.
One of the most significant financial decision that a household encounters is to either rent an apartment or to buy one. It is rooted deeply in the Icelandic society that young people should save up to buy an apartment, since an apartment is considered a safe investment.
Historical data is used in the process of assessing the cost of buying and the cost of renting over a period of 10 years that is the year of 2011 to 2021. Inflation index is used to calculate mortgage payments and the index for rental apartment is used to calculate rental payments.
From analysing the 10 year period a model will be assembled that tries to imitate the Icelandic housing market. Sensitivity analysis will be made from the model to better understand how different variebles affect the outcome.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eiga eða leigja.pdf | 2,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |