is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42099

Titill: 
 • Titill er á ensku Reference values for physical fitness and ball throwing velocity according to age in Icelandic elite female handball players
 • Viðmiðunargildi fyrir líkamlega afkastagetu og kasthraða eftir aldri hjá íslenskum handknattleikskonum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  The aims of this study were to (i) analyze the anthropometric characteristics, physical fitness and the throwing velocity in Icelandic elite female handball players according to age and (ii) to create reference values for physical fitness tests according to age for female handball players. A total 482 measurements were taken on fifteen different occasions. Participants were chosen by national team coaches for preliminary training weekends to qualify for certain national team age groups (U-16, U-18, U-20 and Seniors). The measurements included height, weight, body mass index, handgrip strength, 10-m and 30-m sprint tests, countermovement jump, medicine ball throw, Yo-Yo intermittent recovery test level 2 (YoYoIR-II), and ball throwing velocity. Descriptive statistics were used to calculate the mean and standard deviation of all variables. To test the differences between groups one-way ANOVA was used, followed by the post hoc Games-Howell test. The reference values were calculated by using percentiles from the mean values and differentiated by excellent (95%), above average (75%), average (50%), below average (25%), and poor (5%). The results showed a difference between age groups in all anthropometric measurements, handgrip strength, countermovement jumping, medicine ball throw, YoYoIR-II and the throwing velocity abilities. There were no differences between age groups in the 10-m and 30-m sprint tests. The reference values showed that muscle strength, speed, lower body and upper body power increases between 16 – 20 years. Endurance increases after 18 years of age and ball throwing velocity increases between the ages 16 – 20 years. According to these results, coaches should examine the proper methods to increase acceleration, speed and anaerobic capacity in players from the age of 16.

 • Markmið þessarar rannsóknar var að (i) greina líkamlega eiginleika, líkamlega afkastagetu og kasthraða eftir aldri hjá íslenskum handknattleikskonum og (ii) að setja saman viðmiðunargildi fyrir líkamlega afkastagetu og kasthraða eftir aldri hjá íslenskum handknattleikskonum. Alls voru 482 mælingar framkvæmdar á fimmtán mismunandi mælingadögum. Þátttakendur rannsóknarinnar höfðu allir verið
  valdir til þátttöku af landsliðsþjálfurum fyrir ákveðin æfingatímabil á forvali síns aldursflokks (U-16, U18, U-20 og fullorðnir). Mælingar voru framkvæmdar á líkamshæð, líkamsþyngd. líkamsþyngdarstuðli, gripstyrk, hraða í 10-m og 30-m spretthlaupi, lóðréttri stökkhæð, 3kg boltakasti, Yo-Yo þolprófi og kasthraða. Lýsandi tölfræði var notuð til að reikna meðaltal og staðalfrávik allra breyta. Einvíð dreifigreining var notuð til að kanna mun á milli hópa ásamt Games-Howell eftirprófun. Viðmiðunargildi fyrir líkamlega afkastagetu og kasthraða voru reiknuð með hundraðshlutum út frá meðaltölum og voru skilgreind sem ágæt (95%), yfir meðallagi (75%), í meðallagi (50%), undir meðallagi (25%) og slök (5%). Niðurstöður sýndu að það var munur á milli allra aldurshópa í líkamlegum eiginleikum hvað varðar líkamshæð og líkamsþyngd. Einnig var munur milli aldurshópa í gripstyrk, stökkkrafti, boltakasti, Yo-Yo þolprófi og kasthraða. Það var ekki munur milli aldurshópa í 10-m og 30-m hraðaprófi. Viðmiðunargildi sýndi að vöðvastyrkur, hraði, kraftur í neðri og efri líkama eykst á árunum 16 – 20 ára. Þol eykst eftir 18 ára aldur og kasthraði eykst á árunum 16 – 20 ára. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þurfa þjálfarar að leggja áherslu á þjálfun sem miðar að því að bæta viðbragðshraða, hraða og loftfirrta getu hjá leikmönnum frá 16 ára aldri.

Samþykkt: 
 • 16.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_thesis_OlafurSnorriPDF.pdf570.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna