is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/421

Titill: 
  • Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi : eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf grunnskólakennara til formlegs foreldrasamstarfs. Leitast var við að fá fram skoðun þeirra á samstarfi heimila og skóla og þær áherslur sem þeir telja mikilvægastar. Einnig voru kannaðar nýlegar rannsóknir varðandi foreldrasamstarf. Rannsóknin byggist á eigindlegri aðferð þar sem gögnum var safnað með einu ítarlegu viðtali við fjóra kennara í tveimur löndum. Markmiðið var að kanna viðhorf þeirra til samstarfsins og þær áherslur og leiðir sem þeir leggja mest upp úr í kennarastarfinu. Fengnir voru fjórir viðmælendur í tveimur löndum sem kenna tólf ára nemendum til þess að kanna viðhorf þeirra til samvinnu heimila og skóla. Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til mikilvægis samstarfs heimilis og skóla. Það hefur hvetjandi áhrif á nemendur, bæði náms- og félagslega, og styrkir þá verulega í nútíma þjóðfélagi. Kennararnir voru sammála um að góður stuðningur foreldra sé afar mikilvægur og skili sér á jákvæðan hátt í starfi þeirra en þó mætti gjarnan vera meira samband við foreldra tólf ára barna. Góð samvinna kennara og foreldra skiptir miklu máli og skilar góðum árangri í skólastarfinu og aðstoð við heimanám getur meðal annars bætt námsárangur nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til mikilvægis góðrar samvinnu þessara aðila og að kennarar geri sér grein fyrir því að ánægðir foreldrar eru bestu bandamenn þeirra1).
    1) Lilja M. Jónsdóttir, 2003.

Samþykkt: 
  • 17.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spurningalisti.pdf92.76 kBOpinnSpurningalistiPDFSkoða/Opna
Greinargerð.pdf380.01 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna