is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4212

Titill: 
  • Hópmálsóknir í íslensku réttarfari. Rúmast hópmálsóknir innan laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála?
Titill: 
  • Class actions in Icelandic civil procedure. Do class action suits comply within Icelandic law on civil procedure?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Talsverð umræða hefur verið upp á síðkastið um það hvort þörf sé á breytingum á lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála (hér eftir nefnd eml.) þannig að hægt verði að beita hópmálsóknum hér á landi. Í þessari ritgerðinni er leitað svara við því hvort heimildir til beitingu hópmálsókna rúmist innan núgildandi eml. Til að varpa ljósi á það er gerð grein fyrir nokkrum lykilhugtökum einkamálaréttarfarsins. Fjallað er lauslega um aðild að einkamáli, aðildarhæfi einstaklinga og lögaðila og loks um helstu tilvik þar sem reynt getur á hvort stefnandi máls hafi lögvarða hagsmuni af niðurstöðu máls. Því næst er farið yfir þær heimildir eða skyldur sem einstaklingar, eða eftir atvikum aðrir lögaðilar, hafa til að standa að málsóknum í hópum. Í því skyni eru rakin ákvæði 18. gr. eml. um samaðild. Næst er fjallað um heimildir 19. gr. eml. um svokallað aðilasamlag. Að því loknu er ákvæði 3. mgr. 25. gr. eml., sem heimilar félögum eða samtökum manna að reka mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna eða lausnar undan skyldum, gerð skil. Auk þess sem fjallað er um skilyrði þess að ákvæðinu verði beitt. Að lokum er fjallað um svokölluð málsóknarumboð. Í kjölfar umfjöllunarinnar um þessi ákvæði eml. er fjallað um hugtakið hópmálsóknir. Gerð er grein fyrir því hvað felst í hugtakinu og við hvaða aðstæður hópmálsóknum er einna helst beitt, þeim reglum sem gilda á Norðurlöndunum um hópmálsóknir, hvað í þeim felst og hvernig beitingu þeirra er háttað. Megin áherslan er lögð á nýleg dönsk lög um hópmálsóknir. Loks er gerður samanburður á heimildum eml. og reglum Norrænulandanna um hópmálsóknir og reynt að komast að niðurstöðu um það hvort heimildir til beitingu hópmálsókna rúmist innan eml. eða hvort þörf sé á breytingum á lögum, svo hægt sé að höfða mál hér á landi eftir reglum um hópmálsóknir. Við umfjöllunina er einkum stuðst við skrif fræðimanna á Norðurlöndunum um málefni tengd réttarfari. Auk þess sem talsvert er stuðst við ritið Einkamálaréttarfar eftir Markús Sigurbjörnsson. Í umfjölluninni um ákvæði eml. og hugtökin aðild að einkamáli, aðildarhæfi og lögvarðir hagsmunir er lögð áhersla á að skýra dómaframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf518.16 kBLokaðurHeildartextiPDF