is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4213

Titill: 
  • Skattaréttarlegur samruni hlutafélaga samkvæmt 51. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðar þessarar er samruni eða sameining hlutafélaga skv. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt (tsl.). 1. mgr. 51. gr. tsl. er grundvöllur fyrir svokölluðum skattaréttarlegum samruna og nefnir ákveðin skilyrði sem öll þurfa að uppfyllast svo hlutafélög er hyggja á sameiningu geti nýtt sér það skattalega hagræði er felst í lögunum. Í upphafi er fjallað almennt um samruna hlutafélaga, um þá er fjallað á mörgum sviðum lögfræðinnar og verður stuttlega gerð grein fyrir samruna út frá sjónarmiðum og kröfum félagaréttar og samkeppnisréttar. Samruni fyrirtækja getur tekið á sig ýmsar mismunandi myndir og um ýmsar tegundir samruna getur verið að ræða, allt eftir því hvað hentar viðkomandi félögum hverju sinni. Fjallað er ítarlega um 1. mgr. 51. gr. tekjuskattslaga og skýr mynd dregin upp af öllum skilyrðum þess ákvæðis. Að meginstefnu til er stuðst við framkvæmd dómstóla og skattyfirvalda við umfjöllunina um grundvallarskilyrði ákvæðisins. Ákvæðið hefur mikilvæg réttaráhrif í för með sér og vekur ekki furðu að fyrirtæki vilji nýta sér það hagræði sem býðst, sé öllum skilyrðum ákvæðisins uppfyllt. Raunar má segja að tilvist ákvæða um skattalega samruna sé grundvöllur fyrir félagaréttaréttarlegum samruna, þar sem ef ekki væru ákvæði um skattalegan samruna þá yrði félagaréttarlegur samruni oft of kostnaðarsamur til að réttlætanlegt væri að ráðast í hann þar sem þá þyrfti að gera upp allar skattaréttarlegar skuldbindingar. Mikilvægi ákvæðisins sést best á miklum fjölda úrskurða, álita og dóma sem orðið hafa til á undanförnum árum sökum ágreinings úrskurðaraðila og einkaaðila um túlkun þess. Skilmerkilega verður gerð grein fyrir inntaki þeirra ágreiningsefna og niðurstöðum og lesandanum gefið greinargott yfirlit yfir þau atriði sem fyrir þurfa að liggja svo gildur skattaréttarlegur samruni geti farið fram.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FINAL_fixed.pdf635.71 kBLokaðurHeildartextiPDF