Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42132
Kæfisvefn er vaxandi samfélagslegt vandamál og hefur áhrif á lífsgæði einstaklinga sem þjást af sjúkdómnum. Almenn hreyfing og skipulögð hreyfing hafa verið viðurkenndar sem leiðir til að minnka áhrif og alvarleika kæfisvefns. Hins vegar, hafa fyrri rannsóknir notast við hugtökin almenn hreyfing og skipulögð hreyfing sem eitt hugtak en þau hafa ólíka meiningu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort að almenn- eða skipulögð hreyfing hefði sterkara samband við alvarleika kæfisvefns. Þessi rannsókn stóð yfir í 12 vikur á 65 fullorðnum Íslendingum með mis alvarlegan kæfisvefn. Meðalaldur var 47.9 ár og 52% þátttakenda voru konur. Alþjóðlegi spurningalistinn um hreyfingu (International Physical Activity Questionnaire, IPAQ) var notaður og veitti annars vegar upplýsingar um almenna hreyfingu og hins vegar skipulagða hreyfingu þátttakenda og hlutlæg svefnmæling fyrir kæfisvefnsgreininguna. Líkamsþyngdarstuðull þátttakenda var mældur í byrjun og lok rannsóknarinnar. Niðurstöður sýndu ómarktækt samband bæði milli almennrar- og skipulagðrar hreyfingar við alvarleika kæfisvefns. Hins vegar, þegar aðlagað var fyrir kyni, aldri og líkamsþyngdarstuðli, hafði skipulögð hreyfing sterkara viðbótarspágildi við miðlungs/alvarlegann kæfisvefn heldur en almenn hreyfing. Ályktað var að skipulögð hreyfing hafi sterkara samband við alvarleika kæfisvefns heldur en almenn hreyfing.
Lykilorð: Svefn, almenn hreyfing, skipulögð hreyfing, kæfisvefn, líkamsþyngdarstuðull
Obstructive sleep apnea (OSA) is a societal problem that affects individuals quality of life. Physical activity (PA) and exercise are non-pharmacological options to improve sleep parameters in patients with OSA and help with weight loss. The aim of the study was to examine if PA or exercise had a stronger association to OSA severity as past studies have used the terms interchangeably. This study spannded 12 weeks and used the International Physical Activity Questionnaire (IPAQ) and Self-Applied polysomnography on 65 adult Icelandic volunteers from the general population at different OSA severities. OSA severity was measured with AHI scores and participants ranged from healthy to severe. Participants had the mean age 47.9 years and 52% were females. The IPAQ gave information on participants‘ PA and exercise separately in metabolic equivalents. Body mass index (BMI) was measured at the beginning and end of the study. No significant association was found between OSA severity and PA or with exercise. However, when adjusted for gender, age, and BMI, the predicted value was stronger for exercise than for PA in moderate/severe OSA in a logistic regression. In conclusion, exercise had a stronger association with OSA severity than PA.
Keywords: Sleep, physical activity, exercise, obstructive sleep apnea, body mass index
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
The effects of exercise are larger than physical activity on obstructive sleep apnea severity.pdf | 351.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |