Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42138
Áhersla á sjálfbærni í arkitektúr hefur aukist til muna á undanförnum árum, fagið lítur svo á að sjálfbærni sé nauðsynlegur þáttur til að snúa við blaðinu gagnvart loftslagsvánni og skaðlegum áhrifum mannvera á umhverfið. Almennur skilningur hugtaksins er litaður af rómantískum hugsanahætti um aðskilnað manns og náttúru. Þannig hefur sjálfbærni orðið háð mannhverfum sjónarmiðum í stað þess að leggja áherlsu á að mannveran sé umvafin í mismunandi kerfi lífhvolfsins. Í ritgerðinni verður fjallað um þennan skilning með gagnrýnum hætti og verða pósthúmanísk sjónarmið nýtt til rökstuðnings. Farið verður yfir pósthúmanískan skilning á náttúru og líkama og sú fræði yfirfærð á arkitektúr. Bornar verða saman tvær arkitektastofur, BIG og R&Sie(n), sem vinna báðar á vistfræðlegu aðgerðasviði en þær endurspegla sitt hvort sjónarmiðið. Það er aukin tilhneiging innan arkitektúrs að elta sjálfbærnihugmyndir BIG, þegar það væri skynsamlegra að beita pósthúmanísku viðhorfi líkt og R&Sie(n) gerir í verkum sínum. Ljóst er að arkitektúr og þar af leiðandi mannveran þurfa að breyta um nálgun á hugtakinu sjálfbærni til að rækta veru sína sambúð sína með ólíkum vistkerfum Jarðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ArnarFreyrSigurdsson_ritgerdBA_2020.pdf | 601,82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |