is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42141

Titill: 
  • Það er búið að taka framtíðina af okkur : um vofufræði og grafíska hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoða ég menningarfyrirbærið vofufræði. Ég skoða heimspekilegan uppruna þess og hvernig það hefur verið notað til að greina menningu hingað til. Ég skoða hvernig hugtakið hefur verið skilgreint sérstaklega í umfjöllun um tónlist og velti því upp hvernig hægt sé að nota samskonar greiningu á grafíska hönnun.
    Til rannsóknar leita ég í bækur, viðtöl og tímaritsgreinar sem fjalla um vofufræði. Sérstaklega eru það textar eftir Mark Fisher og Simon Reynolds auk greina úr tónlistartímaritinu The Wire sem fjalla mikið um þessa tónlistarsenu. Auk þess geri ég sjónræna rannsókn á plötuumslögum vofufræðilegra listamanna til að sjá hvort hægt sé að finna sameiginlega fleti sem geta gefið til kynna ákveðinn hönnunar stíl.
    Niðurstöður rannsókninnar eru þær að það eru fjölmargir þættir sem sjást endurtekið í umslagahönnuninni sem tengja má við tónlistargreiningu Fisher og Reynolds og má færa rök fyrir því að tónlistinni fylgi ákveðinn hönnunar stíll.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThorirGeorg_BA_Rett.pdf776.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna