is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42144

Titill: 
  • Flatus lifir : hver er þessi Flatus og hvaðan kom hann?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða uppruna taggsins Flatus lifir á steinsteyptan vegg í Kollafirði. Þau skilaboð hafa blasað við þeim sem átt hafa leið um þessar slóðir í rúmlega fjörtíu ár. Verkið er sett í samhengi við veggjalist og graffítí og er farið yfir uppruna þess og merkingu. Mismunandi útfærslur taggsins eða verksins eru skoðuð, en upphaflega var eingöngu um tagg að ræða sem málað eða spreyjað var á vegginn með einföldu letri. Með árunum hefur verkið þróast úr einföldu taggi í vegglistaverk sem mismunandi listamenn hafa endurgert á vegginn. Alls hafa þrjú vegglistaverk með áletruninni Flatus lifir eða Flatus lifir enn verið gerð. Í ritgerðinni var tekið viðtal við Eddu Karólínu Ævarsdóttur sem er listakonan að baki nýjustu útfærslu verksins, sem hún lauk við á haustdögum árið 2021. Þar sem verkið stendur við fjörð, og mikinn ágang hafs og vinds, hefur umhverfið mikil áhrif á útlit þess. Líftími hvers verks hingað til hefur verið um fimm til sjö ár. Leitast var við að kanna uppruna verksins og sögur í kringum hann, viðtöl við listamenn eða fræðinga sem fjallað hafa um verkið voru skoðuð og svo skoðanir og vangaveltur hins almenna borgara sem margur hefur tjáð sig um mögulegan uppruna þess á spjallþráðum á netinu. Út frá þessum rannsóknum voru settar fram níu mögulegar tilgátur um uppruna verksins. Þar sem taggið á sér greinilega djúpstæðan stað í hugum fólks eru hugtök á borð við hefð og menningararfur einnig skoðaðar og verkið Flatus lifir mátað við þau.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Embla Óðinsdóttir.pdf1,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna