Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42148
Í þessari ritgerð fjalla ég um tísku karla í gegnum árin og þá sérstaklega út frá tveimur flíkum sem eru taldar sérstaklega kvenlegar: korsettinu og hælaskónum. Ritgerðin byrjar á sögulegum heimildum um þær flíkur og hvaðan þær koma og set ég þær í samhengi við nútímann. Ég skoða hvaða karlmenn „mega“ nýta sér kventákn í klæðaburði og enn fremur í hvaða samhengi það er leyfilegt. Til þess nota ég meðal annars kenningar ástralska kynjafræðingsins R. W. Connell um valdaskipan karlmennsku. Einnig fjalla ég um mittið í tísku bæði karla og kvenna í gegnum áratugina og tengingu þess við kynþokka. Þar sem ég fjalla um flíkur á borð við hælaskó og korsett sem um eru mjög skiptar skoðanir þá ákvað ég að skoða heimildir úr ýmsum áttum og frá eins breiðu tímabili og ég gat auk þess að leita út fyrir tvíhyggjuna sem oft ræður ríkjum í tískuheiminum. Ég las greinar eftir höfunda frá báðum pólum umræðunnar um korsett (Faludi og Steele) og jafnvel svo langt aftur til ársins 2000 fyrir krist auk þess að taka viðtal við drag drottningu. Einnig reyndi ég að greina þær upplýsingar sem úr þessum ýmsu áttum voru fengnar með kenningum kynjafræðinga og tískusagnfræðinga. Niðurstaðan sem ég síðan kemst að er sú að með áframhaldandi vitundarvakningu á skaðleika gamalla staðalmynda um karlmennsku muni svigrúmið sem karlmenn hafa til þess að leika sér með kynjaðan klæðnað rýmka. Þessi þróun getur einnig átt sér stað á öfuga vegu, með fleiri fyrirmyndum af fólki sem klæðir sig karlmannlega (e. masculine-presenting) sem leikur sér með kynjaðan klæðnað í sviðsljósinu hjálpar það til þess að brjóta niður úreltar staðalmyndir og ryðja veginn fyrir heilbrigðari karlmennskuhugmyndum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Atli Geir Alfreðsson.pdf | 19,34 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |