is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42150

Titill: 
  • Hver er tilgangur leikvalla? : treystum barninu og hönnum leikvelli fyrir frjálsan leik.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig hönnun leikvalla geta haft áhrif á virkni barna. Leikurinn er kynntur sem mikilvægt verkfæri til að efla virkni og hvernig hann hjálpar barninu að meðtaka nýjar upplýsingar. Varpað verður ljósi á að börn hafa tilhneigingu til að sækja í áskoranir og reyna á þolmörk sín. Vísað verður í hugmyndafræði, stefnur, skóla og leikvalla hönnuði sem benda á ávinning þess að rækta og greina leik barna. Einnig um mikilvægi þess að leikurinn hafi í sér tilgang eða áætlun til að vera örvandi. Það verður gert grein fyrir þroskaferil og hegðunarmynstri barnsins. Sýnt verður fram á hvernig reglugerðir núverandi leikvalla hafa áhrif á frjálsan leik en reglugerðirnar eru til að koma í veg fyrir alvarleg slys á leikvellinum. Kynntar verða rannsóknir um að þrátt fyrir þær reglugerðir sem gilda fyrir löggildingu leikvallarins, stafar enn hætta af stöðluðum leiktækjum. Skoðað verður hvers konar leik er verið að efla á leikvöllum með stöðluðum föstum leiktækjum og á leikvöllum sem búa yfir fjölþættri virkni. Í lokin verða kynnt hönnunarverkefni og stefnur þar sem börnum er treyst fyrir að leysa flókin verkefni á leikvellinum. Börnin fá að sækja í áskoranir og leika í áhættuleik undir ströngu eftirliti umsjónaraðila. Sagt er frá hugmyndum um hönnun leikvalla sem ganga út frá þörfum barnsins. Þar er leikurinn viðurkennt verkfæri fyrir barnið að þroskast. Markmið ritgerðarinnar er að gera grein mikilvægi frjáls leiks og hvernig hönnun leikvalla getur eflt virkni barnsins.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marsibil Sól.pdf20,98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna